Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2007

Hver orti?

ekki á þessu tungumáli en orðin eru eitthvað á þessa leið: quiet when need is, and talking to the point

Virkar nætur og hvað er klukkan?

Það er ákveðinn tími á nóttinni - ekki um helgar, bara á virkum dögum - þegar klukkan slær eitt högg nokkrum sinnum í röð og maður hefur ekki hugmynd um hvað klukkan er. Jú, reyndar hefur maður alveg hugmynd. Maður veit að hún er ekki ellefu því að klukkan var ekki að slá ellefu sinnum. En það er nótt og flestir sofnaðir, úti rífast stjörnurnar og máninn við skýin um hverjir eigi að ráða yfir himninum þessa nótt. En það heyrist ekki. Einstaka sinnum vælir köttur, eða bíll ekur framhjá nokkrum götum sunnar. Eitt högg. Gæti þýtt hálftólf (samt varla), hálfeitt, eitt, hálftvö... eða hálfþrjú, gæti það verið? Þessu fylgir skrítið frelsi. Veit ekki hvað klukkan er. Afsökun til að fara ekki að sofa.

Hin óþörfu "ok"

Það er stundum býsna margt sem fer í taugarnar á mér. Eitt svoleiðis er þegar maður er að eiga sms-kipti við fólk (flott nýyrði!) og það sendir manni fullkomlega tilgangslaust "ok" þegar samræðunum er lokið. Dæmi: A: Hæ, geturu hitt mig eftir vinnu? B: Ekki málid, hvar og hvenær? A: Verd á Grand Rokk uppúr kl. 5 B: ok Hvað er að þessu? spyr kannski einhver. Jú, þetta væri allt í lagi ef menn væru að tala saman í síma. Þar gilda aðrar reglur um það hvenær er kurteisi að svara - eiginlega alltaf þegar maður talar í síma. En sms er öðruvísi. Maður gerir ráð fyrir að skeytið hafi borist. Maður gerir ráð fyrir að það hafi verið lesið. Og ef maður er ekki að senda algjörum fávita, þá gerir maður ráð fyrir að það hafi skilist. Það er algjör óþarfi að segja "ok"!!! Ég er búinn að senda sms þar sem eitthvað hefur verið ákveðið, hvort sem það er að hittast eða eitthvað annað. Frá mínum bæjardyrum séð er málið útrætt. Í dæminu hér fyrir ofan er það ljóst að B veit að A ætlar a...

Edgar Allan Poe

Ég lýsi eftir kommentum á þessa örstuttu smásögu eftir manninn sem orti A Dream Within a Dream.

Nýjasta tísku-statement Davids Beckhams

Mynd

Myndir frá Old Trafford

Mynd

Fahrvergnügen?

Einhverra hluta vegna þegar ég loggaði mig inn á blogger hérna á hótelinu mínu í útjaðri Manchester, þá komu allar upplýsingar á bloggsíðunni upp á þýsku. Go figure. En ég var að koma af Old Trafford þar sem ég sá Júnæted vinna Villa 2-1 með marki frá hinum eina sanna Óla Gunnari í uppbótartíma. Villi var að sjálfsögðu ekki ánægður með það. Annar hápunktur dagsins var fyrir leik, eftir að ég hafði sótt miðann minn fór ég á Bishop Blaize, sem er pöbb rétt við völlinn þar sem menn koma saman fyrir leiki til að drekka bjór og syngja niðrandi söngva um Liverpool, Arsenal, Chelsea, Man City... já og fleiri. Ég stóð í biðröð, komst loks inn, keypti mér bjór og fór úr úlpunni. Og þá var reynt að drepa mig. Málið er að ég á bláa United treyju með nafninu Gudjohnsen aftan á. Lókal húmor hjá mér. En menn misskilja oft og halda að þetta sé Chelsea treyja. Og þetta var eitt af þeim skiptum. Jæja, nenni ekki að blaðra lengur, enda er netaðgangurinn sem ég keypti fyrir tíu pund að renna út og ég þar...

Árið byrjar vel... og batnar!

Mynd
Hérna verð ég um helgina. Flýg út til Manchester á morgun á netsmelli (mjööög ódýrt), gisti á bed & breakfast skammt frá vellinum (mjöööög ódýrt) og horfi á leikinn á sunnudag. Allir að horfa á leikinn á Sýn, ég verð ofarlega í horninu vinstra megin. Þið sjáið mig örugglega, ég ætla að vera í United bolnum mínum!

2007 byrjar vel

Margt og mikið er að gerast þessa dagana sem gefur góð fyrirheit um farsælt komandi ár. Hér eru nokkur dæmi sem eru engan veginn tæmandi listi, ég nenni bara ekki að telja allt upp. Fjórar einkunnir sem ég fékk í Háskóla Íslands fyrir haustönn voru: 8,5 - 9,0 - 9,0 og 9,5. Uppfærslan af Heddu Gabler sem ég á að leikstýra í vor er að komast á koppinn og að öllum líkindum verður gengið frá öllum samningum í janúar og verkið frumsýnt í maí. Ég reyndi að borga barreikninginn minn á Grand Rokk í dag en bankakerfið er niðri þannig að það verður að bíða. Ég tók að mér að þýða bók fyrir Námsgagnastofnun og það lítur út fyrir að ég ljúki því verki á um það bil viku. Þá fæ ég 280 þúsund krónur í vasann. Jólaperan verður ekki sýnd aftur. Húrrei! Mosi Frændi er að koma saman aftur. Að vísu erum við bara að hittast í kvöld til að spjalla, en það er samt jákvætt. Í vikunni tökum við Chris til hendinni í eldhúsinu endalausa og flísaleggjum einn eftirmiðdag fyrir bjórkassa á mann. Manchester United er...