Til eru tarnir...

Jólafríin hjá mér eru sjaldnast löng. Í ár var engin breyting þar á, þar sem ég var í prófum til 18. desember (tók þrjú próf, rústaði tveimur en klúðraði hinu) og daginn eftir var frumsýning í Melaskóla. Eins og sumir vita var ég svo líka að leika í Jólaperunni á Grand Rokk svo það var ekki laust við að maður kæmi þreyttur heim eftir lokasýningu í Meló í fyrradag. Í gær var svo farið í Kringluna og byrjað á jólagjafainnkaupunum. Mér tókst ekki að slá metið frá í fyrra, sem var 70 þúsund króna eyðsla á einum og hálfum tíma og allar gjafir komnar. Síðasta gjöf á enn eftir að koma í hús þegar þetta er skrifað og eyðslan verður ekki jafn mikil, sem er kannski eins gott.

Dagvaktir á Grand Rokk sjá svo til þess að mér leiðist ekki í fríinu. Hin vikulega spurningakeppni var í gær og þar var ég spyrill, með jólaþema í spurningunum. Fínt að fá kassa af bjór fyrir hátíðirnar, en það eru launin fyrir að semja 40 spuringar og standa í klukkutíma í jólasveinabúningi sem klæjar eins og moððerfokker undan.

Ætli maður líti ekki aðeins í bæinn í kvöld og skoði fólkið, en ég þarf svo að vinna í fyrramálið, opna búlluna sem er opin alveg til kl. 16 ef einhver verður í bænum í stresskasti að redda síðustu gjöfunum þá er tilvalið að kíkja við á Grandanum og segja gleðileg jól (hikk!)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aldrei að vita nema maður kíki við hjá þér á morgun til að kasta á þig jólakveðju ;o)
Nafnlaus sagði…
Blessaður, þar sem ég er á Káranum og því ekki í göngufæri við Grand, þá kasta ég hér með á þig (og þina) jólakveðju og óskum um gleðilegt nýtt ár.

Word Verification orð dagsins er xhoezn, en það er jólaglöggg í Transivaníu.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu