01 nóvember 2006

Hello everybody!

Ósköp er maður orðinn sjaldséður hérna á síðunni. Kemur auðvitað ekki til af góðu, ég er bókstaflega að drukkna í Háskólanum. Og ég er ekki einu sinni í sundi þar!

Ég ætla nú ekki að fara að tala um skólann hér og það er auðvitað þess vegna sem ég blogga svona sjaldan núna, semsagt það er ekkert í gangi hjá mér nema skólinn.

Að vísu er ég enn að vinna á Grand Rokk sem er loksins að breytast í þennan sportbar sem stefnt hefur verið að. Í gær fékk ég í fyrsta sinn í haust að vinna eins og samið var um, þ.e. á barnum uppi meðan fótboltaleikur var í gangi á tjaldinu. Og það er fín vinna, því boltaáhugamenn standa ógjarnan upp meðan á leik stendur. Þannig að vaktin byrjar á törn í afgreiðslu þangað til leikurinn byrjar, svo kemur törn í hálfleik og þegar svo leikurinn er búinn getur maður tínt saman glösin, lokað barnum og gengið frá því allir fara! Stórfínt alveg.

Nú um helgina var svo stofnað leikfélagið Peðið, leikhópur Grand Rokk og það var ekki beðið boðanna heldur fékk ég strax hlutverk í jólaleikritinu. Og ég er ekki einu sinni meðlimur! Nú hugsa kannski einhverjir, bíddu við, er ekki svona mikið að gera í skólanum, máttu vera að því að leika í leikriti? En ég er á því að ég hafi bara gott af því að kúpla heilanum úr sambandi nokkrum sinnum í viku og skemmta mér á æfingu. Svo eru líka orðin ein tíu ár síðan ég steig á leiksvið sjálfur, og ég bara gat ekki hafnað tilboðinu.

Guðleifur vinur minn verður mér til halds og trausts, við leikum tvo af vitringunum þremur. Frumsýning er 2. desember, fylgist með!

Að öðru leyti er ég semsagt í tímum í HÍ, æfingakennslu í FÁ, forfallakennslu þar og í Lækjarskóla, skrekkæfingum í Klébergsskóla og byrja bráðum að æfa jólaleikritið í Melaskóla.

Ef skóli er afplánun þá er ég kominn í solitary confinement!

2 ummæli:

Pollýanna sagði...

Hahahahaha - þú að leika vitring!!! Gerir fólkið sér grein fyrir því hversu mikið ósamræmi er í því??
Ég mun fylgjast betur með þessu - það er alveg klárt mál

Immagaddus sagði...

Lesa handritið.
Þú ert einn af sérvitringunum þremur.
Pabbinn,sonurinn eða heilagi andinn.
Allt ágætar rullur.
En samt......
tek undir með Pollý.
Ha.Ha.Ha.Ha.
Word verification dagsins: aupcurt.
Sundurskotinn haus tónlistamanns.