Mánudagar!





Mánudagsmorgun fyrir viku vaknaði ég við torkennileg hljóð til fóta í rúminu mínu. Það kom í ljós að þar var kötturinn Sorteper og hafði orðið fyrir bíl. Hann fær prik fyrir að koma sér heim og upp í bælið til að láta vita. Hann þurfti að gista á dýraspítalanum yfir nótt en daginn eftir fékk hann að fara heim og var settur á bólgueyðandi lyf. Hann var með samanfallið lunga og krambúleraður í framan en dýralæknirinn sagði horfur hans góðar.

Í morgun tókum við hjónin eftir því að hann hafði ekki komið heim um nóttina. Ég fór út að leita og fann hann dauðan undir eldhúsglugganum okkar.

Sorteper kom frá Miðdal í Kjós og var úrvalsköttur. Blessuð sé minning hans.

Ummæli

Immagaddus sagði…
My condiddli,duddli,dolances.
Ned Flanders.

Ég samhryggist.
Immagddus.

Wv. dagsins.qvccdgek.
Nafnlaus sagði…
Ég samhryggist,
Jón

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu