Airwaves búið
Þá er allsvakalegri vinnutörn lokið. Hún var sirka svona: Miðvikudagur: 11.30-02.00 Fimmtudagur: 11.00-02.00 Föstudagur: 10.00-04.00 Laugardagur: 12.00-05.00 Og reikniði nú hvað ég svaf mikið þessa fjóra daga. Allavega ákváðum við þegar síðasta kvöldið var á enda að nú ættum við skilið að fá okkur duglega í glas. Svo ég kom heim um áttaleytið á sunnudagsmorgni og fór beint í rúmið. Steini vert vakti mig svo í hádeginu til að ég gæti horft á Júnæted rústa sjúkrabílahristurunumsemstingaömmuráholtilaðnáafþeimellilífeyrinum (Liverpool) en þegar sá leikur var búinn fór ég strax aftur að sofa. Og vaknaði um áttaleytið í morgun, búinn að sofa meira og minna í sólarhring. En hvað stóð svo uppúr á Grand Rokk? Fyrir utan hið sífellda væl í Grapevine að lifandi tónlist hafi misst lögheimili sitt í Reykjavík þegar Steini ákvað að hætta að auglýsa í Grapevine, sem er satt best að segja orðið frekar þreytandi. Á miðvikudaginn voru þrjár góðar hljómsveitir: Hot pants, sem voru fyrstir á dagskrá og sp...