Youthful exuberance

Suma daga hittir maður eintómar rokkstjörnur. Og aðfaradagur menningarnætur er tilvalinn til slíks. Ég fór ásamt spúsu minni niður á Laugaveg áðan og sá hljómsveitirnar Reykjavík! og Jeff Who?

Spurning hvort það sé að verða trend að nota greinarmerki í hljómsveitarnöfnum, hvernig líst ykkur á þetta:

Mosi Frændi;

eða

Mosi Frændi -

eða

Mosi Frændi*

Nei ég segi nú svona. En mikið djöfull er Elli í Jeff Who? sexý. Það alveg drýpur af honum brundurinn. Og sama má eiginlega segja um hina rokkstjörnuna sem ég sá í dag en það er hann Sigurður H Pálsson. Sem er að verða pabbi. Þannig að ég er síðastur úr bandinu til að læra að skipta á bleiu.

Yes! Rock and roll!

En eins og Siggi sjálfur í Nashyrningunum forðum, þá átta ég mig nú á því að þegar allir eru orðnir nashyrningar, þá er ekkert hægt annað en að verða nashyrningur.

Shit.

Siggi hafði þó amk. vodkaflösku með sér.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu