Gay Pride og hrokinn í mér

Í fyrradag byrjuðu Hinsegin dagar á Draggkeppni Íslands eins og alþjóð veit. Þjóðleikhúskjallarinn var smekkfullur og nú get ég loksins sagt með góðri samvisku að ég hafi sett á svið sýningu í Þjóðleikhúsinu.

Í gær fór ég svo á Eurovision ball á Nasa og þar langaði mig ógeðslega mikið til að hitta Ingu vert því hún sýndi okkur Georg þvílíkan dónaskap bæði þegar við héldum keppnina á Nasa fyrir þremur árum og aftur þegar við hittum hana til viðræðna um nýafstaðna keppni að það hálfa væri helvíti dónalegt líka. Þar sem það voru ekki nema 150 hræður á ballinu langaði mig mikið til að hitta hana og segja: FEIS!

Svo fór ég á Cozy eftir ballið. Annars fer ég aldrei á Cozy, finnst það ömurleg búlla og Ásta vert er dónaleg líka. En samt, mig langaði í einn eða tvo drykki í viðbót svo ég kíkti inn. Hitti Magga vin minn og spjallaði við hann í smástund. Fór svo á barinn og pantaði einn Breezer og tvö skot.

Kostaði 1900 kall. Ég hváði og Ásta vert svaraði: Jájá, nítjánhundruð, því að skotin kosta 500 kall hvort og Breezerinn er á 700.

You work it out.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Jafn góð í stærðfræði, eins og ég get verið í stafsetningu.
Word verificatinon dagsins er. wgboxmua.
Sem er lýsingarorð yfir hreyfingar karaktera í x-box leikjatölvum í Harlem.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu