Nýjasta tækni og vísundar
Eitt fyrst: Syd Barrett er dáinn. Hann stofnaði Pink Floyd og samdi öll lögin á fyrstu plötunni þeirra, en enginn hlustar lengur á þá plötu vegna þess hversu óskaplega vel eftirmanni hans Roger Waters tókst að fanga sálarlíf ofdekraða litla stráksins sem finnst hann ekki eiga neina vini, bú fokking hú. Meistari Syd fangaði á hinn bóginn sálarlíf þess sem er á barmi geðveikinnar. Geðlyfin blönduðust illa saman við sýruna og Syd missti vitið. Að lokum var ekki hægt að halda áfram með hljómsveitina með hann innanborðs og þar við sat. Hann bjó lengi hjá mömmu sinni og hugsaði um garðinn. Dag einn mætti hann svo útúrkexaður í stúdíóið þar sem hinir voru að taka upp eitthvað rúnk, og sagðist vera kominn að spila sinn part. Hinum fannst það mjög átakanlegt, og sömdu um þennan atburð sennilega eina lagið með Pink Floyd eftir að Syd hætti, sem er ekki ömurlegt. Það heitir Wish You Were Here.
Nú, en að öðru. Ég gerði kraftaverk í gær. Tæknivinna fyrir sýningu dagsins á hátíðinni hér fyrir norðan leit út fyrir að vera létt verk og löðurmannlegt. (Hvað er annars löðurmaður?) Þangað til rétt áður en við fórum í mat, þá sprakk ljósaborðið. Fyrst var reynt að ná því í gang aftur. Það gekk ekki. Þá ver reynt að fara með það yfir á hitt sviðið til að sjá hvort það væri örugglega borðið sem væri bilað en ekki rafkerfið. Og þegar ég setti borðið í samband heyrðist snark eins og í beikoni á pönnu og upp steig lykt sem minnti á gamlárskvöld.
Þá var farið niður í kjallara og náð í annað borð. Sem hefði verið fínt ef það hefði á annað borð virkað. En það gerði það ekki. Þá var reynt að hafa samband við aðila á Akureyri sem leigir út ljósaborð. Það kom í hús en reyndist ekki vandanum vaxið. Þannig að nú varð að hringja suður og láta senda nýtt ljósaborð í flugi. Vélin átti að fara klukkan fimm.
Á meðan beðið var eftir borðinu var farið í að setja upp DVD og skjávarpa. Fyrr um daginn hafði þurft að panta S-Vídeósnúru að sunnan því á Akureyri fékkst engin sem var nógu löng. Nú var hún komin (hafði farið í fyrri vél) og græjurnar lofuðu góðu. Þangað til ýtt var á Play. Þá fór DVD-spilarinn að vera með stæla og sagðist ekki vera með neinn disk inní sér. Þrátt fyrir að hafa spilað diskinn fyrr um morguninn með bestu lyst.
Þá varð að hringja í mann og láta redda nýjum spilara. Svo hann fór í Hagkaup og keypti ódýran United spilara. (Sennilega Darren Fletcher.) En sá var ekki með S-Vídeótengi þannig að nú voru góð ráð dýrari en 6þúsundkróna DVD spilari. Maður var sendur út af örkinni að finna nýjan.
En þá var komið að því að sækja ljósaborðið. Kvennalið Vals í fótbolta kom með sömu vél og því varð að bíða meðan hlaðmenn settu fleirihundruðogfimmtíu fótbolta á færibandið. Einn í einu. Kvennalið Vals hefur greinilega öðlast svipaða reynslu og ég af því að koma til Akureyrar og halda að hér fáist það sem mann vantar til að stunda vinnu sína. En loks kom borðið.
Þá voru nákvæmlega tveir tímar í sýningu og enn eftir að forrita öll ljósakjú. Sem maður á ekki að gera í flýti, því þá gerir maður klaufamistök og þarf að fara aftur yfir allan pakkann og leiðrétta. Sem maður á heldur ekki að gera í flýti, þið skiljið. Tíu mínútum fyrir sýningu er ég spurður hvort ekki sé réttast að aflýsa sýningunni.
En þá tókst mér að klára forritunina og koma þriðja DVD spilaranum í gagnið. Og áhorfendur gengu í salinn.
Því miður voru bæði nokkrir ljóskastarar og einn skjávarpi á gólfinu fyrir framan áhorfendur. Og ég komst að því að heyrnarlaust fólk horfir ekki niður fyrir lappirnar á sér þegar það gengur í leikhússal. Svo að þegar sýningin var hafin kom í ljós að skjávarpinn vísaði skakkt. Ég þurfti því að skríða eins og ormur eftir gólfinu og laga hann. Sem betur fer horfir heyrnarlaust fólk ekki heldur niður fyrir lappirnar á sér þegar það er í leikhússætum. Svo það reddaðist. En strax og ég var sestur aftur kom í ljós að ein kastarastæða logaði ekki. Og ég aftur á gólfið að laga.
Einhvern veginn fór restin af sýningunni alveg fram hjá mér.
Feitibjörn var dúlegur í gær!
Nú, en að öðru. Ég gerði kraftaverk í gær. Tæknivinna fyrir sýningu dagsins á hátíðinni hér fyrir norðan leit út fyrir að vera létt verk og löðurmannlegt. (Hvað er annars löðurmaður?) Þangað til rétt áður en við fórum í mat, þá sprakk ljósaborðið. Fyrst var reynt að ná því í gang aftur. Það gekk ekki. Þá ver reynt að fara með það yfir á hitt sviðið til að sjá hvort það væri örugglega borðið sem væri bilað en ekki rafkerfið. Og þegar ég setti borðið í samband heyrðist snark eins og í beikoni á pönnu og upp steig lykt sem minnti á gamlárskvöld.
Þá var farið niður í kjallara og náð í annað borð. Sem hefði verið fínt ef það hefði á annað borð virkað. En það gerði það ekki. Þá var reynt að hafa samband við aðila á Akureyri sem leigir út ljósaborð. Það kom í hús en reyndist ekki vandanum vaxið. Þannig að nú varð að hringja suður og láta senda nýtt ljósaborð í flugi. Vélin átti að fara klukkan fimm.
Á meðan beðið var eftir borðinu var farið í að setja upp DVD og skjávarpa. Fyrr um daginn hafði þurft að panta S-Vídeósnúru að sunnan því á Akureyri fékkst engin sem var nógu löng. Nú var hún komin (hafði farið í fyrri vél) og græjurnar lofuðu góðu. Þangað til ýtt var á Play. Þá fór DVD-spilarinn að vera með stæla og sagðist ekki vera með neinn disk inní sér. Þrátt fyrir að hafa spilað diskinn fyrr um morguninn með bestu lyst.
Þá varð að hringja í mann og láta redda nýjum spilara. Svo hann fór í Hagkaup og keypti ódýran United spilara. (Sennilega Darren Fletcher.) En sá var ekki með S-Vídeótengi þannig að nú voru góð ráð dýrari en 6þúsundkróna DVD spilari. Maður var sendur út af örkinni að finna nýjan.
En þá var komið að því að sækja ljósaborðið. Kvennalið Vals í fótbolta kom með sömu vél og því varð að bíða meðan hlaðmenn settu fleirihundruðogfimmtíu fótbolta á færibandið. Einn í einu. Kvennalið Vals hefur greinilega öðlast svipaða reynslu og ég af því að koma til Akureyrar og halda að hér fáist það sem mann vantar til að stunda vinnu sína. En loks kom borðið.
Þá voru nákvæmlega tveir tímar í sýningu og enn eftir að forrita öll ljósakjú. Sem maður á ekki að gera í flýti, því þá gerir maður klaufamistök og þarf að fara aftur yfir allan pakkann og leiðrétta. Sem maður á heldur ekki að gera í flýti, þið skiljið. Tíu mínútum fyrir sýningu er ég spurður hvort ekki sé réttast að aflýsa sýningunni.
En þá tókst mér að klára forritunina og koma þriðja DVD spilaranum í gagnið. Og áhorfendur gengu í salinn.
Því miður voru bæði nokkrir ljóskastarar og einn skjávarpi á gólfinu fyrir framan áhorfendur. Og ég komst að því að heyrnarlaust fólk horfir ekki niður fyrir lappirnar á sér þegar það gengur í leikhússal. Svo að þegar sýningin var hafin kom í ljós að skjávarpinn vísaði skakkt. Ég þurfti því að skríða eins og ormur eftir gólfinu og laga hann. Sem betur fer horfir heyrnarlaust fólk ekki heldur niður fyrir lappirnar á sér þegar það er í leikhússætum. Svo það reddaðist. En strax og ég var sestur aftur kom í ljós að ein kastarastæða logaði ekki. Og ég aftur á gólfið að laga.
Einhvern veginn fór restin af sýningunni alveg fram hjá mér.
Feitibjörn var dúlegur í gær!
Ummæli
Word verification dagsins er:
bhxinf. Sem er hljóðið í nefinu á mér á frjókornaofnæmistímabilinu.
WV orð dagsins er nmcttzw, sem er hljóð úr drullusokk við vinnu.