Vond list pt. 4 --- skrolla niður!

Anders Widmark framfleytti sér með því að glamra djassgutl á píanó í Lundi.

Lundur í Svíþjóð er háskólaborg og því alltaf birgðir af fólki sem telur sig fá estetískan innblástur af djassgutli á píanó.

Jacques Louissier hefur um nokkurra ára skeið átt fylgi að fagna fyrir kaffiborðsvæna diska með djassgutlútgáfum á klassískum verkum eftir Satie og Bach.

Anders Widmark bjó sér til lífsviðurværi í háskólaborginni Lundi með því að djassgutla Carmen.

Íslenskur læknanemi virðist hafa heyrt í honum og hrifist, og nú er hann kominn á Listahátíð í Reykjavík.

Er ég sá eini sem finnst að það sé ákveðið barrel-scraping í gangi?

Ummæli

Immagaddus sagði…
Ég fæ vonda list, á hverjum degi.
Hafið þið séð kaffistofuna í vinnunni minni?
Eða Hafið þið séð GIMPIÐ sem vinnur þar?

Wopd verification dagsins er zflbs.
Sem þýðir að þið þurfið ekki að skrolla niður til að lesa þetta komment.
Þetta er hljóðið þegar það byrtist strax.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu