Fríhelgi smíhelgi
Þetta átti að vera löng fríhelgi. Gerðist ekki. Búinn að vera á kafi í vinnu síðan á laugardag eftir Júnætedleik. Að fara yfir verkefni nemenda í 10. bekk, ensku, og búa til úr verkefnum þeirra eitt heljarinnar powerpointskjal sem þau geta notað í upprifjun til prófs.
Á laugardaginn fóru margir klukkutímar í þetta, milli þess sem Immagaddus hringdi og reyndi að vera fyndinn. Ekki sagði ég orð þegar hjólkoppaþjófarnir hans voru teknir í sparigatið af rússagullshórunum. En hann fann sig knúinn til að vera með brandara út af því að mínir töpuðu. Næst þegar ég sé hann ætla ég að búa til öskubakka úr vinstri hnéskelinni á honum. Og nota þá hægri sem skapalón.
Sunnudagurinn var svo alveg undirlagður frá kl. 7 um morguninn og fram á nótt. Þurfti meiraðsegja að hringja í Fiffa og fresta matarboði sem hann hafði fengið hjá mér. Og merkilegt nokk kom ímeil klukkutíma seinna frá leikfélaginu á Suðureyri að þau væru búin að ákveða að ráða mig ekki í vinnu í sumar. Segir mér að Fiffi sé með ansi sterk ítök í Vestfirsku mafíunni.
Og í dag, mánudag, var ég að kenna í einhverja fimm tíma. Þrátt fyrir að vera á opinberum frídegi. Og til að bæta gráu ofaná svart kom stelpa úr tíunda bekk síðasta vetrar í heimsókn. Hún vinnur nú á bensínstöð Olís í Grundarhverfi. Og fékk 23 þúsund krónum meira útborgað en ég um þessi mánaðamót.
Lífið... er stundum óréttlátt.
Feitibjörn er þunglyndur í dag.
Á laugardaginn fóru margir klukkutímar í þetta, milli þess sem Immagaddus hringdi og reyndi að vera fyndinn. Ekki sagði ég orð þegar hjólkoppaþjófarnir hans voru teknir í sparigatið af rússagullshórunum. En hann fann sig knúinn til að vera með brandara út af því að mínir töpuðu. Næst þegar ég sé hann ætla ég að búa til öskubakka úr vinstri hnéskelinni á honum. Og nota þá hægri sem skapalón.
Sunnudagurinn var svo alveg undirlagður frá kl. 7 um morguninn og fram á nótt. Þurfti meiraðsegja að hringja í Fiffa og fresta matarboði sem hann hafði fengið hjá mér. Og merkilegt nokk kom ímeil klukkutíma seinna frá leikfélaginu á Suðureyri að þau væru búin að ákveða að ráða mig ekki í vinnu í sumar. Segir mér að Fiffi sé með ansi sterk ítök í Vestfirsku mafíunni.
Og í dag, mánudag, var ég að kenna í einhverja fimm tíma. Þrátt fyrir að vera á opinberum frídegi. Og til að bæta gráu ofaná svart kom stelpa úr tíunda bekk síðasta vetrar í heimsókn. Hún vinnur nú á bensínstöð Olís í Grundarhverfi. Og fékk 23 þúsund krónum meira útborgað en ég um þessi mánaðamót.
Lífið... er stundum óréttlátt.
Feitibjörn er þunglyndur í dag.
Ummæli
Er það rétt hjá Lóni í Öræfum, eða íslenska útgáfan af Blue Lagoon?
Word verification orð dagsins er dijgoh. Sem er hljóð/upphróp úr óðamála, undrandi táningi.
Ég get ekki notað hnéskelina mína til að hlusta á hafið anyway.
Þannig að þú getur eins fengið hana sem öskurbakka.
Word verifacationið er.
stgiqa.
Sem er misprentun á íþróttavörum sem nú eru á útsölu í Góða Hirðinum.