FAME og kosningar
Var að frumsýna á fimmtudaginn. Söngleikurinn FAME sem ég vann við í Smáralind á sínum tíma, það borgaði sig að hirða upp alla þessa skrifuðu diska af gólfinu í tæknibúrinu, því nú á ég allan undirleikinn og get notað. Sorrý Karl Olgeirsson að ég sé að stela vinnunni þinni, en ég hringdi nú í þig í fyrra þegar ég ætlaði að nota eitt af lögunum í Dragg-keppninni og þér stóð nákvæmlega á sama.
Það skal tekið fram að þeir Þorvaldur Kristinsson (formaður 78) og Mörður Árnason (formaður Orðabókar HÍ) hafa komið sér saman um ritháttinn "dragg" í stað "drag" vegna þess hvernig orðið er borið fram á íslensku, þ.e. eins og "flagg" en ekki eins og "flag".
Allavegana, troðfullt hús og mega stemmning og allir eins og vanalega að míga á sig yfir því að ég geti sett upp söngleik með börnum á einni og hálfri viku.
Í gær var svo óvissuferð starfsfólks Klébergsskóla sem fór í dálítið klúður þar sem rútunni seinkaði og við þurftum að spinna soldið með liðinu áður en ferðin gat hafist. Hún endaði hins vegar mjög vel með siglingu með MB Eldingu sem er hvalaskoðunarskip. Við þvældumst hingað og þangað um Faxaflóa en svo var alltíeinu stímt á Reykjavíkurhöfn og viti menn, þar svamlaði fimmtán metra hnúfubakur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Verð að muna að spyrja Immagaddus hvort Madam XXL hafi verið í bænum um helgina.
Kosningar í dag, timburmenn dauðans fram að hádegi en þá gat ég skotist heim í afréttara. Gott að búa nálægt kjörstað. Hins vegar varð voða drama því kona ein allfurðuleg var með mér, Rósu og Sigrúnu (ex-Nelly's) í kjörstjórn. Hún reyndist vera 1) hundleiðinleg, en það er nú ekki óalgengt í þessum bransa; 2) hálfeinhverf, endalaust að segja manni að maður megi ekki ydda blýantinn svona og svo framvegis; 3) málglaðari en andskotinn, t.d. spyrjandi óþægilegra og nærgöngulla spurninga sem maður kærði sig ekki um að svara; 4) ófær um að sinna starfi sínu. Þetta síðastnefnda birtist í því að hún blaðraði í gemsann meðan fólk beið eftir að komast að til að kjósa, fékk manninn sinn og dóttur í heimsókn sem truflaði líka, en það sem var verst var að hún dundaði sér á dauðum tímum við að skrifa niður nöfn og kennitölur fólks úr kjörskrá.
Ég gafst upp um þrjúleytið og lét fjarlægja hana, sem gekk nú ekki áfallalaust. Hins vegar vorum við orðin sátt í restina (hún var sem sagt ekki fjarlægð af kjörstað heldur sett í önnur störf) og ég hugsa að hana gruni ekki að ég hafi staðið á bak við það sem hún upplifði sem niðurlægjandi embættissviptingu.
Eins gott, því hún býr skáhallt á móti okkur. Mig langar ekki til að koma heim og finna kött í potti.
Það skal tekið fram að þeir Þorvaldur Kristinsson (formaður 78) og Mörður Árnason (formaður Orðabókar HÍ) hafa komið sér saman um ritháttinn "dragg" í stað "drag" vegna þess hvernig orðið er borið fram á íslensku, þ.e. eins og "flagg" en ekki eins og "flag".
Allavegana, troðfullt hús og mega stemmning og allir eins og vanalega að míga á sig yfir því að ég geti sett upp söngleik með börnum á einni og hálfri viku.
Í gær var svo óvissuferð starfsfólks Klébergsskóla sem fór í dálítið klúður þar sem rútunni seinkaði og við þurftum að spinna soldið með liðinu áður en ferðin gat hafist. Hún endaði hins vegar mjög vel með siglingu með MB Eldingu sem er hvalaskoðunarskip. Við þvældumst hingað og þangað um Faxaflóa en svo var alltíeinu stímt á Reykjavíkurhöfn og viti menn, þar svamlaði fimmtán metra hnúfubakur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Verð að muna að spyrja Immagaddus hvort Madam XXL hafi verið í bænum um helgina.
Kosningar í dag, timburmenn dauðans fram að hádegi en þá gat ég skotist heim í afréttara. Gott að búa nálægt kjörstað. Hins vegar varð voða drama því kona ein allfurðuleg var með mér, Rósu og Sigrúnu (ex-Nelly's) í kjörstjórn. Hún reyndist vera 1) hundleiðinleg, en það er nú ekki óalgengt í þessum bransa; 2) hálfeinhverf, endalaust að segja manni að maður megi ekki ydda blýantinn svona og svo framvegis; 3) málglaðari en andskotinn, t.d. spyrjandi óþægilegra og nærgöngulla spurninga sem maður kærði sig ekki um að svara; 4) ófær um að sinna starfi sínu. Þetta síðastnefnda birtist í því að hún blaðraði í gemsann meðan fólk beið eftir að komast að til að kjósa, fékk manninn sinn og dóttur í heimsókn sem truflaði líka, en það sem var verst var að hún dundaði sér á dauðum tímum við að skrifa niður nöfn og kennitölur fólks úr kjörskrá.
Ég gafst upp um þrjúleytið og lét fjarlægja hana, sem gekk nú ekki áfallalaust. Hins vegar vorum við orðin sátt í restina (hún var sem sagt ekki fjarlægð af kjörstað heldur sett í önnur störf) og ég hugsa að hana gruni ekki að ég hafi staðið á bak við það sem hún upplifði sem niðurlægjandi embættissviptingu.
Eins gott, því hún býr skáhallt á móti okkur. Mig langar ekki til að koma heim og finna kött í potti.
Ummæli
Flira en eitt deid?
Færri en fimm?
Vordveri: zorctz.
Sem er pabbi sígaunastelpunar sem þú stalst.
Immagaddus segir.........
Vordveri:SSYZAU
Hljóðið sem heyrðist þegar deitið mitt í kvöld rifnaði.