Vorið er komið og grundirnar gróa

Í dag lauk miðönn í skólanum mínum formlega. Um þetta leyti eru líka akkúrat tvö ár síðan ég hóf störf sem kennari, og þessir síðustu mánuðir skólaársins eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski vegna þess að ég er svo árangursdrifinn, að prófatíminn er bara skemmtilegur. Markmið hjá mér auðvitað að koma öllum bekknum mínum (þeim tíunda semsagt) í gegnum samræmdu án þess að nokkur falli. Svo sem ekki alveg raunhæft en ég færi aldrei að segja krökkunum það, hvað þá foreldrum þeirra. Sem voru einmitt hjá mér á fundi í dag til að skoða einkunnir og svoleiðis.

Og nú, rétt eins og börnin, er ég farinn að sjá fyrir endann á dvöl minni á Kjalarnesi. Ekki að það sé ekki ágætis vinnustaður og allt, en í núverandi 9. bekk eru ákveðnir karakterar sem ég hef ekki áhuga á að hjálpa í gegnum útskrift. Þannig að ég var fyrir löngu búinn að ákveða að hætta í vor.

Hvað ég ætlaði svo að gera, það var allt á huldu. Nema ég ákvað fyrir nokkru að það væri góð hugmynd að skella sér í kennaraháskólann og ná í kennsluréttindi. Reiknaði með einu ári í það, á námslánum og allt (plús að fara í afborganapásu af gömlu námslánunum sem er alltaf jákvætt...) og beið bara eftir auglýsingu frá skólanum að þeir væru byrjaðir að taka við umsóknum.

Sem birtist um síðustu helgi. Og viti menn: það verður bara boðið upp á fjarnám, sem þýðir tveggja ára nám og engin lán. Argh!

Nema ég á hauk í horni. Sem kippti í spotta (með gogginum væntanlega) og sagði mér að ég ætti að geta fengið að taka draslið á einum vetri. Bíð spenntur eftir að sjá hvort það gangi upp.

Annars er ég búinn að vera að vinna suður í Hafnarfirði, við heyrnleysingjaleiksýningu og það er forsýning í kvöld. Spennandi að sjá hvernig gengur með þetta fyrir framan fólk.

Og svo er nú ýmislegt annað í deiglunni...

Bíðið spennt.

Ég er feitibjörn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Muahahahahaha Feitibjörn, gat nú verið að ég álpaðist inn á þessa síðu.... skil þetta með 9. bekkinn :-? Varstu þá bara að plata í foreldraviðtalinu (hi hi) baddnið brjálað og allt í klessu....

Gotsja...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu