Hvað er í garðinum hjá mér?
Vaknaði snemma í morgun. Reyndar ekki af fúsum og frjálsum, því síminn hringdi og konan, sem átti að mæta í vinnuna eftir klukkutíma, var greinilega mætt frá sjónarhóli vinnuveitenda sinna því það þurfti nauðsynlega að gefa henni allskyns fyrirmæli sem ég fékk semsagt að njóta og endaði glaðvaknaður þó klukkan væri bara 8.
Þá var ekkert að gera nema lesa blöðin, fá sér morgunmat í rólegheitunum og sörfa sjónvarp og net þangað til boltinn byrjaði.
En áðan var ég truflaður við þessa rólyndisiðju mína því mikill skellur heyrðist utandyra. Hélt fyrst að það væri nágranni minn í kjallaranum. Hún er sminka, en hlýtur að vera sú harðhentasta sinnar tegundar miðað við hvernig hún skellir hurðum á leið sinni inn og út. En húsið nötraði nú allt og það bara nokkuð lengi. Skjálftinn var mestur fyrst, minnkaði hratt en hvarf aldrei almennilega. Það var eins og fjórum átján hjóla trukkum hefði verið lagt hverjum við sína hlið hússins.
Ég leit út um eldhúsgluggan í bakgarðinn og tók fyrst eftir því að snjórinn sem hafði þakið allan garðinn þegar ég vaknaði, var á bak og burt. Reyndar voru snjóskellur á garðveggnum, á vegg bílskúrsins fyrir austan garð, í trjánum og víðar, en ekkert á jörðinni. Ekki eitt snjókorn.
Að öðru leyti sá ég fátt í garðinum. Kettir og fuglar voru hvergi sjáanlegir, en mér sýndist glitta í moldarköggla á grasinu vestanmegin í garðinum, en þangað sé ég illa úr okkar íbúð. Og enn fann ég þessar lágu drunur eða titring. Ég ákvað að kíkja út fyrir.
Úti á götu var enn allt þakið snjó. Ég gekk vestur fyrir húsið, þar sem þvottahúskjallarinn er, og beygði fyrir hornið inn í garðinn. Þá tók ég eftir því að útigrillið mitt var horfið og reiðhjól karlsins fyrir ofan okkur líka. Hins vegar var hin myndarlegasta hola í garðinum og ofan í henni virtist glitra á eitthvað. Ég færði mig nær.
Það var augljóst að það sem í holunni var olli drununum. Þegar ég nálgaðist brún hennar fann ég jörðina titra undir fótum mér, svo ört að það var dálítið eins og vægur rafstraumur. Ofan í jörðinni sá ég einhvers konar hylki úr málmi. Hann var ekki silfurlitaður, ekki gylltur, heldur einhversstaðar þar á milli. Ég lagði höndina á málminn. Hann var volgur viðkomu. Innan í hylkinu titraði eitthvað, líkt og vél væri í gangi. Ég ákvað að reyna að ná þessu upp úr holunni til að skoða það betur.
Það reyndist ómögulegt að ná góðu taki þar sem málmurinn var bæði mjúkur og nánast sleipur viðkomu. Ég sótti kúst inn í þvottahús og reyndi að nota skaftið sem járnkarl. Skaftið brotnaði nær samstundis. Þá sótti ég skóflu en það fór allt á sama veg.
Þá náði ég í aðra skóflu og reyndi að grafa helvítið upp en vegna titringsins hrundi moldin alltaf jafnóðum niður í holuna.
Er einhver sem á góðan fjallajeppa með spili svo ég geti reynt að draga þetta upp úr holunni?
Þá var ekkert að gera nema lesa blöðin, fá sér morgunmat í rólegheitunum og sörfa sjónvarp og net þangað til boltinn byrjaði.
En áðan var ég truflaður við þessa rólyndisiðju mína því mikill skellur heyrðist utandyra. Hélt fyrst að það væri nágranni minn í kjallaranum. Hún er sminka, en hlýtur að vera sú harðhentasta sinnar tegundar miðað við hvernig hún skellir hurðum á leið sinni inn og út. En húsið nötraði nú allt og það bara nokkuð lengi. Skjálftinn var mestur fyrst, minnkaði hratt en hvarf aldrei almennilega. Það var eins og fjórum átján hjóla trukkum hefði verið lagt hverjum við sína hlið hússins.
Ég leit út um eldhúsgluggan í bakgarðinn og tók fyrst eftir því að snjórinn sem hafði þakið allan garðinn þegar ég vaknaði, var á bak og burt. Reyndar voru snjóskellur á garðveggnum, á vegg bílskúrsins fyrir austan garð, í trjánum og víðar, en ekkert á jörðinni. Ekki eitt snjókorn.
Að öðru leyti sá ég fátt í garðinum. Kettir og fuglar voru hvergi sjáanlegir, en mér sýndist glitta í moldarköggla á grasinu vestanmegin í garðinum, en þangað sé ég illa úr okkar íbúð. Og enn fann ég þessar lágu drunur eða titring. Ég ákvað að kíkja út fyrir.
Úti á götu var enn allt þakið snjó. Ég gekk vestur fyrir húsið, þar sem þvottahúskjallarinn er, og beygði fyrir hornið inn í garðinn. Þá tók ég eftir því að útigrillið mitt var horfið og reiðhjól karlsins fyrir ofan okkur líka. Hins vegar var hin myndarlegasta hola í garðinum og ofan í henni virtist glitra á eitthvað. Ég færði mig nær.
Það var augljóst að það sem í holunni var olli drununum. Þegar ég nálgaðist brún hennar fann ég jörðina titra undir fótum mér, svo ört að það var dálítið eins og vægur rafstraumur. Ofan í jörðinni sá ég einhvers konar hylki úr málmi. Hann var ekki silfurlitaður, ekki gylltur, heldur einhversstaðar þar á milli. Ég lagði höndina á málminn. Hann var volgur viðkomu. Innan í hylkinu titraði eitthvað, líkt og vél væri í gangi. Ég ákvað að reyna að ná þessu upp úr holunni til að skoða það betur.
Það reyndist ómögulegt að ná góðu taki þar sem málmurinn var bæði mjúkur og nánast sleipur viðkomu. Ég sótti kúst inn í þvottahús og reyndi að nota skaftið sem járnkarl. Skaftið brotnaði nær samstundis. Þá sótti ég skóflu en það fór allt á sama veg.
Þá náði ég í aðra skóflu og reyndi að grafa helvítið upp en vegna titringsins hrundi moldin alltaf jafnóðum niður í holuna.
Er einhver sem á góðan fjallajeppa með spili svo ég geti reynt að draga þetta upp úr holunni?
Ummæli