Gömul saga og ný

Í gamla daga, þegar ég var að alast upp á Seltjarnarnesi, var einu sinni bankað á dyrnar heima hjá okkur að Bakkavör 5. Við vorum ekki búin að fá okkur dyrasíma (sem kostaði mig einu sinni flengingu en það er önnur og lengri saga) og það var bara að labba fram á stigapall og orga: KOM INN!

Þannig að pabbi heitinn labbar fram á stigapall og orgar: KOM INN!

Og aftur er bankað.

KOOOM IIIIINN!!!

Enn er bankað.

Djöfullinn!!! KOOOOOOOOOOOOOOOOOOMMMMMMMMM IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

(stutt þögn)

Bank bank bank.

Bölvandi eins og sjómaður þeysir sá gamli niður tröppurnar og rífur upp hurðina með orðunum:
"Andskotans helvíti er þetta, ertu heyrnarlaus eða hvað???"

Við dyrnar stendur sölumaður að selja happadrættismiða fyrir Heyrnarlausa. Umlar og bendir á miðann.

Og svo hin sagan: Það var hringt á dyrasímann okkar Rósu áðan. Maður frá Íslandspósti sem þurfti að afhenda okkur bréf. Við þurftum að sýna skilríki (greinilega ekki nóg að vera heima hjá sér á heimilinu sem pósturinn er stílaður á...) og kvitta á 4 mismunandi staði til að fá sendinguna afhenta. Svo ég spurði bréfberann:

Hvað, er þetta barnaklám?

Ummæli

Immagaddus sagði…
Brilljant punchline.

Immagaddus segir.............

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu