Purrkur Pillnikk
Af því tilefni að Mossmann ætlar að breyta Svíum í alvöru fólk með því að fræða þá um ágæti Purrksins þá er við hæfi að ég segi aðeins frá mínum kynnum af þessu sögulega bandi.
Ég var nýorðinn 12 ára þegar ég fór að sjá fréttir í blöðunum um nýja og athyglisverða hljómsveit sem væri búið að stofna í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hér er rétt að taka fram tvennt: ég var þegar á þessum unga aldri farinn að renna hýru auga til MH vegna þess að Gummi eldri bróðir Braga vinar míns (sem er by the way maðurinn sem fékk mig til að halda með ÍA) var í þeim ágæta skóla og bar honum góða söguna milli þess sem hann leyfði okkur guttunum að hlusta á Bowie og Kiss plöturnar sínar. Og að auki var ég kominn með poppstjörnudrauma í magann og við strákarnir í 6. bekk í Melaskóla vorum búnir að stofna gervihljómsveit -- smíðuðum gítara úr krossvið eða frauðplasti og mæmuðum við ýmsa slagara á skólaskemmtun (mig minnir að prógrammið hafi verið lög með Utangarðsmönnum, Boston, Orchestral Maneuvres in the Dark og eitthvað fleira, og svipað og seinna varð í Mosanum þá vorum við soldið að skiptast á hljóðfærum) -- í bandinu voru m.a. Jón Sæmundur sem nú er genginn í endurnýjun lífdaga undir nafninu Dead, og Sigurjón Ólafsson, bróðir Braga bassaleikara Purrksins (sem Ármann harrassaði á klósetti eins og Kári gerði við Davíð forðum).
Vá hvað þetta var löng og flókin og samhengislaus málsgrein. Náðuð þið þessu?
Ókei, áfram með söguna. Ég spurði Grjóna útí hljómsveit bróður hans og hann vildi meina að hún væri soldið góð þannig að ég lét pabba kaupa Tilf handa mér daginn sem hún kom út, en það var 1. maí 1981. Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Tíu lög á 12 mínútum. Og hvert öðru flottara. Ég veit að þessir gæjar töluðu mikið um að þeir kynnu ekkert á hljóðfæri, og það varð mitt credo að best væri að kunna sem minnst (sbr. Mosi Frændi) en maður sér nú að þessi tónlist er mergjaðslega vel spiluð. Maður var farinn að heyra um einhvern Bubba og soleiðis, en þetta var alveg nýtt. Hvernig var hægt að komast upp með það að hefja plötu á 23ja sekúndna lagi sem var bara hi-hat og móðursýkislegt garg um að sólin ætti eftir að brenna jörðina? Ég var orðinn pönkari.
Mínir fyrstu tónleikar með Purrki Pillnikk voru í Félagsstofnun Stúdenta 17. desember sama ár. Nú var ég kominn í gaggó (Valhúsaskóla) og þar höfðu þrír gaurar sem kölluðu sig Sonus Futurae komið sér upp smá aðstöðu. Hljómsveitin Takk Takk var stofnuð og fékk að nota græjur stóru strákanna.
Tónleikar með Purrki Pillnikk þegar maður er 13 ára og að byrja að læra á gítar, það er lífsreynsla sem situr í manni. Goðin voru í 2-3 metra fjarlægð og ég man eftir einum feitum náunga sem sat við hliðina á mér í byrjun en var fljótlega kominn á fætur, baðandi út öllum öngum og öskrandi eins og örvæntingarfullur öfuguggi... eða var það Einar Örn? Ég man einna skýrast eftir sæluhrollinum sem hríslaðist um mig þegar Bragi byrjaði á bassalínunni í Svefnpurrki.
9. febrúar '82 sá ég Purrkinn í Hagaskóla ásamt Jonee Jonee. Nú höguðu allir sér eins og feiti náunginn, og í lokin bauð bandið viðstöddum að koma í sjónvarpssal því það átti að gera þátt um Purrkinn. Ég fór og sást fríka út on National Television.
Svo fóru þeir til útlanda og túruðu með Fall og kynntust Crass og lögðu grunninn að Sykurmolaveldinu. Eftir að þeir komu heim frá Englandi (orðnir MIKLU þéttari og flottari) sá ég þá í Hafnarbíói (þar sem nú eru 101 Skuggahverfi) ásamt Þey og Vonbrigðum. Einu tónleikarnir fyrir utan filmshootið í Rokk í Reykjavík þar sem Vonbrigði tóku Ó Reykjavík. Magnað. Þeyr voru líka ótrúlegir. En Purrkurinn... vá. Nú var maður búinn að eignast Ekki Enn og GooGooPlex og hvert einasta lag var eins og vinur manns. Og að heyra kraftinn í hljómsveitinni þegar þeir spiluðu þessi snilldarverk var... Kaþartískt. Eina orðið yfir það. Þetta var 4. júní '82.
Melarokk var 28. ágúst. Tilkynnt hafði verið nokkrum vikum áður að þetta yrðu síðustu tónleikar Purrks Pillnikks. Ég grét þegar ég frétti það. Mætti snemma á Melarokk, keypti eintak af No Time To Think í einhverjum sölubás og sá helling af gleymanlegum böndum. Nokkur sæmileg (Tappi Tíkarrass, Baraflokkurinn), en kvöldið endaði á Purrknum. Að vísu spiluðu Þeyr, að mig minnir, á eftir Purrkinum, en Purrkurinn var slíkur að þegar þeir voru búnir... þá var allt búið.
Þeir byrjuðu á fimm nýjum lögum, sem höfðu verið sérstaklega samin fyrir þetta loka-gigg. Í einu þeirra ruddist Árni bróðir Einars Arnar inn á sviðið og fór að dansa tryllingslega í kringum bróður sinn. Árni varð síðar aðalsprautan í Bad Taste UK ef ég man rétt. Einar reyndi að koma bróður sínum í skilning um það með líkamstjáningu að hann ætti að koma sér út af sviðinu hið fyrsta. Og það gerði Árni, tók tilhlaup og skutlaði sér eins og ólympískur meistari í dýfingum fram af sviðinu og bjóst við að verða gripinn. En þetta var á Íslandi. Áhorfendur forðuðu sér, og Árni lenti allharkalega á malarvellinum. Reif næstum því af sér eyrað. Ég prílaði upp á svið, og kom mér fyrir við hátalarastæðuna með Polaroid-myndavél að vopni. Þetta voru lengstu tónleikar sem ég hef upplifað, því hver sekúnda var eins og þrjár vikur. Öll bestu lögin voru spiluð, og þeir enduðu á Óvænt, ruddust út af sviðinu með tárin í augunum, og ég dreif mig baksviðs. Hitti þá og fékk áritanir á Polaroid-myndirnar, jafnvel þótt þær sýndu harla lítið.
Svo fór ég lengst burt frá sviðinu, að stúkunni þar sem fólk sat á kappleikjum, og grét í klukkutíma. Purrkur Pillnikk was no more.
Ég var nýorðinn 12 ára þegar ég fór að sjá fréttir í blöðunum um nýja og athyglisverða hljómsveit sem væri búið að stofna í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hér er rétt að taka fram tvennt: ég var þegar á þessum unga aldri farinn að renna hýru auga til MH vegna þess að Gummi eldri bróðir Braga vinar míns (sem er by the way maðurinn sem fékk mig til að halda með ÍA) var í þeim ágæta skóla og bar honum góða söguna milli þess sem hann leyfði okkur guttunum að hlusta á Bowie og Kiss plöturnar sínar. Og að auki var ég kominn með poppstjörnudrauma í magann og við strákarnir í 6. bekk í Melaskóla vorum búnir að stofna gervihljómsveit -- smíðuðum gítara úr krossvið eða frauðplasti og mæmuðum við ýmsa slagara á skólaskemmtun (mig minnir að prógrammið hafi verið lög með Utangarðsmönnum, Boston, Orchestral Maneuvres in the Dark og eitthvað fleira, og svipað og seinna varð í Mosanum þá vorum við soldið að skiptast á hljóðfærum) -- í bandinu voru m.a. Jón Sæmundur sem nú er genginn í endurnýjun lífdaga undir nafninu Dead, og Sigurjón Ólafsson, bróðir Braga bassaleikara Purrksins (sem Ármann harrassaði á klósetti eins og Kári gerði við Davíð forðum).
Vá hvað þetta var löng og flókin og samhengislaus málsgrein. Náðuð þið þessu?
Ókei, áfram með söguna. Ég spurði Grjóna útí hljómsveit bróður hans og hann vildi meina að hún væri soldið góð þannig að ég lét pabba kaupa Tilf handa mér daginn sem hún kom út, en það var 1. maí 1981. Ég hafði aldrei heyrt annað eins. Tíu lög á 12 mínútum. Og hvert öðru flottara. Ég veit að þessir gæjar töluðu mikið um að þeir kynnu ekkert á hljóðfæri, og það varð mitt credo að best væri að kunna sem minnst (sbr. Mosi Frændi) en maður sér nú að þessi tónlist er mergjaðslega vel spiluð. Maður var farinn að heyra um einhvern Bubba og soleiðis, en þetta var alveg nýtt. Hvernig var hægt að komast upp með það að hefja plötu á 23ja sekúndna lagi sem var bara hi-hat og móðursýkislegt garg um að sólin ætti eftir að brenna jörðina? Ég var orðinn pönkari.
Mínir fyrstu tónleikar með Purrki Pillnikk voru í Félagsstofnun Stúdenta 17. desember sama ár. Nú var ég kominn í gaggó (Valhúsaskóla) og þar höfðu þrír gaurar sem kölluðu sig Sonus Futurae komið sér upp smá aðstöðu. Hljómsveitin Takk Takk var stofnuð og fékk að nota græjur stóru strákanna.
Tónleikar með Purrki Pillnikk þegar maður er 13 ára og að byrja að læra á gítar, það er lífsreynsla sem situr í manni. Goðin voru í 2-3 metra fjarlægð og ég man eftir einum feitum náunga sem sat við hliðina á mér í byrjun en var fljótlega kominn á fætur, baðandi út öllum öngum og öskrandi eins og örvæntingarfullur öfuguggi... eða var það Einar Örn? Ég man einna skýrast eftir sæluhrollinum sem hríslaðist um mig þegar Bragi byrjaði á bassalínunni í Svefnpurrki.
9. febrúar '82 sá ég Purrkinn í Hagaskóla ásamt Jonee Jonee. Nú höguðu allir sér eins og feiti náunginn, og í lokin bauð bandið viðstöddum að koma í sjónvarpssal því það átti að gera þátt um Purrkinn. Ég fór og sást fríka út on National Television.
Svo fóru þeir til útlanda og túruðu með Fall og kynntust Crass og lögðu grunninn að Sykurmolaveldinu. Eftir að þeir komu heim frá Englandi (orðnir MIKLU þéttari og flottari) sá ég þá í Hafnarbíói (þar sem nú eru 101 Skuggahverfi) ásamt Þey og Vonbrigðum. Einu tónleikarnir fyrir utan filmshootið í Rokk í Reykjavík þar sem Vonbrigði tóku Ó Reykjavík. Magnað. Þeyr voru líka ótrúlegir. En Purrkurinn... vá. Nú var maður búinn að eignast Ekki Enn og GooGooPlex og hvert einasta lag var eins og vinur manns. Og að heyra kraftinn í hljómsveitinni þegar þeir spiluðu þessi snilldarverk var... Kaþartískt. Eina orðið yfir það. Þetta var 4. júní '82.
Melarokk var 28. ágúst. Tilkynnt hafði verið nokkrum vikum áður að þetta yrðu síðustu tónleikar Purrks Pillnikks. Ég grét þegar ég frétti það. Mætti snemma á Melarokk, keypti eintak af No Time To Think í einhverjum sölubás og sá helling af gleymanlegum böndum. Nokkur sæmileg (Tappi Tíkarrass, Baraflokkurinn), en kvöldið endaði á Purrknum. Að vísu spiluðu Þeyr, að mig minnir, á eftir Purrkinum, en Purrkurinn var slíkur að þegar þeir voru búnir... þá var allt búið.
Þeir byrjuðu á fimm nýjum lögum, sem höfðu verið sérstaklega samin fyrir þetta loka-gigg. Í einu þeirra ruddist Árni bróðir Einars Arnar inn á sviðið og fór að dansa tryllingslega í kringum bróður sinn. Árni varð síðar aðalsprautan í Bad Taste UK ef ég man rétt. Einar reyndi að koma bróður sínum í skilning um það með líkamstjáningu að hann ætti að koma sér út af sviðinu hið fyrsta. Og það gerði Árni, tók tilhlaup og skutlaði sér eins og ólympískur meistari í dýfingum fram af sviðinu og bjóst við að verða gripinn. En þetta var á Íslandi. Áhorfendur forðuðu sér, og Árni lenti allharkalega á malarvellinum. Reif næstum því af sér eyrað. Ég prílaði upp á svið, og kom mér fyrir við hátalarastæðuna með Polaroid-myndavél að vopni. Þetta voru lengstu tónleikar sem ég hef upplifað, því hver sekúnda var eins og þrjár vikur. Öll bestu lögin voru spiluð, og þeir enduðu á Óvænt, ruddust út af sviðinu með tárin í augunum, og ég dreif mig baksviðs. Hitti þá og fékk áritanir á Polaroid-myndirnar, jafnvel þótt þær sýndu harla lítið.
Svo fór ég lengst burt frá sviðinu, að stúkunni þar sem fólk sat á kappleikjum, og grét í klukkutíma. Purrkur Pillnikk was no more.
Ummæli
thetta munu nú vera their tónleikar sem ég öfunda thig mest af ad hafa séd (alltså melarokkid)