Tímasetningar

Eitt hérna... í fyrra fór ég á allsvakalega góða tónleika með Kraftwerk í Kaplakrika. Það var lyginni líkast að á sömu sekúndunni og við Beggi gengum í salinn, þá heyrðust fyrstu tónarnir í fyrsta laginu. Þetta var svona, OK, Bjössi er kominn, við getum byrjað.

Í gær var þetta nokkuð svipað. Samt liðu svona 45 sekúndur frá því að við gengum í salinn í gær og þangað til Duran Duran byrjuðu. Og skýringin er þessi:

(Baksviðs í Egilshöll. Meðlimir Duran Duran sitja og sötra bjórana sína. Síminn hjá Simon le Bon hringir.)

SIMON:
Yes, hello?

RÖDD Í SÍMANUM:
Yezz, helloo, zis is Ralf Schutter from Kraftwerk. Is zis Simon le Bon?

SIMON:
Yes, it is. Hello Ralf.

RALF:
I juzt vanted to let you know zat Bjössi has arrived. You can start ze concert now.

SIMON:
Oh, OK, thanks Ralf. (Leggur á.) OK, guys, time to start.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu