Að tala í farsíma

Ég á í dálitlu vandamáli. Þetta byrjaði allt um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar fyrstu þráðlausu heimasímarnir komu á markað. Þá kom það í ljós að mér féll það mjög vel að labba og tala samtímis. Þetta fór í taugarnar á fjölskyldu minni, sérstaklega þar sem layoutið á íbúðinni var þannig að ég gekk yfirleitt í stórum hring um eldhús, borðstofu, stofu og hol og fór reglulega framhjá sjónvarpsskerminum, öðrum til ama.

Ekki hefur þetta skánað eftir að maður fór að vera með gemsa á sér öllum stundum. Ég á það til að hringja í fólk, til dæmis meðan ég sit við borð á 22. Svo svarar viðkomandi, og ég stend upp og labba af stað. Þegar símtalinu lýkur er ég oft kominn langleiðina upp á Hlemm. Lít í kringum mig ringlaður eins og teiknimyndafígúra sem vaknar af minnisleysi: Hvar er ég???

Þetta kom sér vel á þeim árum sem ég bjó í London og vann við símasölu. Þá var maður oft að tala við fjármálastjóra eða forstjóra hjá einhverju fyrirtæki og þá kom sér vel að geta staðið upp og labbað út að glugga og látið sem maður væri rosa sökksessfull businessman. Maður varð einhvern veginn meira sexý í símann með því að ganga um gólf.

Og þetta fær mig til að pæla í því núna hvort ég sé stigvaxandi sexý eftir því hvort ég er a) sitjandi, b) standandi, eða c) í hvarfi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu