Stríð í aðsigi

Þetta síðsumar eru menn að heimsækja fólk í gríð og erg. Að tengja hjá því nýja nauðungarbúnaðinn sem þarf til að horfa á enska boltann. Þetta er verra en afnotagjöldin hjá Ruv (sem er komið af danska orðinu "röveri") -- að minnsta kosti er maður ekki neyddur til að kaupa matarkort í mötuneytinu hjá Ruv með áskriftinni. Ég þarf tilneyddur að kaupa netþjónustu hjá skítafyrirtækinu símanum, bara til þess að geta horft á það sjónvarpsefni sem mig langar í í vetur. En svona er nú það. Sú nauðung er hjóm eitt við hliðina á hjónabandinu.

Og það er nú málið. Tilfæringar á sjónvarpsmálum munu efalítið verða valdur að miklum illindum á heimilum landsins. Hér kemur eitt dæmi.

Í morgun kom maður heim til mín og tengdi ADSL-sjónvarpið. Það virkar fínt. Góð myndgæði, og þó stöðvarnar séu færri en hjá Þrjúhundruðsextíuogfimmnorðurljósadigitalíslandfjölvarpinu þá eru mun færri stöðvar sem maður borgar fyrir án þess að horfa nokkurntímann á. Talandi um nauðung. Svo skrepp ég í búðir, kaupi í matinn, bjór í kælinn og bara í stundarbrjálæði eina rós handa konunni sem ég set í vasa við innganginn. Fer svo á Ölver því greyin á Sýn eru víst ennþá með Meistaradeildina og sá leikur ekki sýndur heima hjá mér af þeim sökum. (GIN og TÓNIK, Anna.)

Rétt eftir að leikurinn klárast hringir svo símnn hjá mér. Það er frúin.

HÚN:
Hvað er að gerast hérna á heimilinu mínu? Hvað er í gangi með sjónvarpið? Ég er að missa af beinni útsendingu af Jóa Fel í fitusogi!!!!!! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?!?!?!?!?!?!?!?!?

HANN:
Já, þarftu að horfa á Stöð...

HÚN:
JÁÁÁÁÁ!!!!!!! SEGÐU MÉR HVAÐA TAKKA ÉG Á AÐ ÝTA Á!!!!!! NÚNA EÐA ÞÚ DEYRÐ!!!!!!

HANN:
Sko, þú þarft bara að ýta á AV takkann...

HÚN:
HVAÐA EIVÍTAKKA??? ÉG KANN EKKERT Á HANN!!!!!! ÉG VEIT EKKERT HVAR HANN ER!!!!! AAAAARRRRRRGGGGGGGHHHHHHHH!!!!!!!!!!!

HANN:
Jújú, hann er...

HÚN:
EKKI SEGJA MÉR AÐ ÉG VITI HVAR HANN ER, ÉG VEIT EKKERT HVAR HANN ER, HVAR ERTU? ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA HEIM!!!!!

HANN:
Ég er á Ölveri...

HÚN:
GAT NÚ VERIÐ!!!!!! AAAAAAARRRRRRRRGGGGGGGGGHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!

HANN:
...að horfa á leikinn, ég var búinn að segja þér að ég ætlaði hingað....

HÚN:
(samband slitnar)

Þegar ég svo kom heim var ég vinsamlegast beðinn um að setja símann hennar saman aftur vegna þess að hún hafði grýtt honum í vegg. Ég á enn eftir að athuga skemmdir á veggnum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu