London's Burning...

Allsvakalegar fréttir frá höfuðborginni í morgun. Byrjaði sakleysislega en varð alltaf verra og verra. Mér er samt spurn: hvernig dettur mönnunum í hug að sprengja fjórar túbustöðvar, og engin þeirra er á Northern Line?? (Þú þarft að hafa ferðast með henni til að skilja.)

Fyrstu viðbrögð voru að þetta hlytu að vera fúlir Frakkar að hefna fyrir að London fékk Ólympíuleikana 2012, en ekki París.

Svo fór maður að pæla í því að G8-fundurinn var auðvitað að byrja. Kannski Bono og Bob Geldof standi á bak við þetta.

Svo kom þessi tilkynning fyrir stuttu: All Englishmen are qualified carpenters anyway!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu