Þegar ég hitti Ljónið
Fyrir nokkrum árum var ég að vinna sem barþjónn á Nelly's Café. Í þá daga kostaði bjórinn á Nelly's 250kr. sem var helmingur af því sem hann kostaði annarsstaðar. Af þeim sökum kom allskonar fólk þangað inn og maður varð fljótt ýmsu vanur.
Samt kom það mér gersamlega í opna skjöldu þegar einn daginn sem ég var á dagvakt, ég held að það hafi verið fimmtudagur, þá labbaði ljón inn á staðinn.
Mín fyrstu viðbrögð voru að komast undan, svo ég stakk mér í hálfgerðri panik inní eldhúsið og beið þar góða stund skjálfandi á beinunum. Svo rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyrði ljónið öskra frammi.
"GGRRRRer ekki hægt að fá afgreiðslu hérna?"
Ég opnaði eldhúsdyrnar varlega, og sá að ljónið var sest við barinn, og búið að kveikja sér í sígarettu. Það sá mig, svo ég átti einskis annars úrkosta nema fara fram og afgreiða ljónið.
"GGRRReinn bjór, takk"
Og ég fikraði mig að dælunni, náði í glas og lét renna í einn bjór. Setti hann svo á borðið fyrir framan ljónið og það rétti mér debetkort umyrðalaust. Frá SPRON. Debetkortið sko.
Ég færði mig að posanum, skelfingu lostinn, og reyndi að stimpla inn verðið. En tókst ekki betur til en að ég ýtti einum of oft á núllið. Og posahelvítið renndi strax útúr sér strimli sem á stóð 2500kr. Ég fraus. En gat svo ekki annað en rétt ljóninu miðann, og það kvittaði fyrir og teygði sig í moggann.
Ég flúði aftur inn í eldhús. Nokkrum mínútum síðar:
"GGRRRget ég fengið annan bjór hjá þér?"
Og ég fór fram, hellti í annan bjór í hreint glas fyrir ljónið, tók við debetkortinu, og panikaði aftur. Hvað átti ég nú að gera? Ef ég setti 250kall á þennan bjór myndi ljónið fatta að ég hefði rukkað það allt of mikið fyrir fyrsta bjórinn, og þarafleiðandi éta mig. Svo ég sló aftur inn 2500kr. og lét ljónið kvitta. Það sat áfram hið rólegasta og fletti blaðinu. Svo ég mannaði mig upp.
"...jaaáá... þú ert bara... ljón..."
Ljónið leit upp og hugleiddi þessa djúpvitru athugasemd mína.
"GGRRRjá."
"... og bara ... hér á Íslandi... ha ..."
"GGRRRég var að leika í auglýsingu fyrir Esso, fer aftur heim til Kenýa á morgun."
"... jájá ... ööö ... það er ekki oft sem maður sér ... ljón ... hérna ... "
"GGRRRnei, ég er ekki hissa á því, það er svo dýr bjórinn hérna!"
Samt kom það mér gersamlega í opna skjöldu þegar einn daginn sem ég var á dagvakt, ég held að það hafi verið fimmtudagur, þá labbaði ljón inn á staðinn.
Mín fyrstu viðbrögð voru að komast undan, svo ég stakk mér í hálfgerðri panik inní eldhúsið og beið þar góða stund skjálfandi á beinunum. Svo rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyrði ljónið öskra frammi.
"GGRRRRer ekki hægt að fá afgreiðslu hérna?"
Ég opnaði eldhúsdyrnar varlega, og sá að ljónið var sest við barinn, og búið að kveikja sér í sígarettu. Það sá mig, svo ég átti einskis annars úrkosta nema fara fram og afgreiða ljónið.
"GGRRReinn bjór, takk"
Og ég fikraði mig að dælunni, náði í glas og lét renna í einn bjór. Setti hann svo á borðið fyrir framan ljónið og það rétti mér debetkort umyrðalaust. Frá SPRON. Debetkortið sko.
Ég færði mig að posanum, skelfingu lostinn, og reyndi að stimpla inn verðið. En tókst ekki betur til en að ég ýtti einum of oft á núllið. Og posahelvítið renndi strax útúr sér strimli sem á stóð 2500kr. Ég fraus. En gat svo ekki annað en rétt ljóninu miðann, og það kvittaði fyrir og teygði sig í moggann.
Ég flúði aftur inn í eldhús. Nokkrum mínútum síðar:
"GGRRRget ég fengið annan bjór hjá þér?"
Og ég fór fram, hellti í annan bjór í hreint glas fyrir ljónið, tók við debetkortinu, og panikaði aftur. Hvað átti ég nú að gera? Ef ég setti 250kall á þennan bjór myndi ljónið fatta að ég hefði rukkað það allt of mikið fyrir fyrsta bjórinn, og þarafleiðandi éta mig. Svo ég sló aftur inn 2500kr. og lét ljónið kvitta. Það sat áfram hið rólegasta og fletti blaðinu. Svo ég mannaði mig upp.
"...jaaáá... þú ert bara... ljón..."
Ljónið leit upp og hugleiddi þessa djúpvitru athugasemd mína.
"GGRRRjá."
"... og bara ... hér á Íslandi... ha ..."
"GGRRRég var að leika í auglýsingu fyrir Esso, fer aftur heim til Kenýa á morgun."
"... jájá ... ööö ... það er ekki oft sem maður sér ... ljón ... hérna ... "
"GGRRRnei, ég er ekki hissa á því, það er svo dýr bjórinn hérna!"
Ummæli
ég veit ekki hvort þú ert meðvitaður um það, en eftir að þú breyttir útlitinu á síðunni þá virkar hún ekki lengur í ie6 (allavega verð ég alltaf að oppna hana í firefox núna)