Djúran Djúran

Fór í gær. Bara gaman. Ótrúlegt hvað gaurarnir hafa elst vel, og lögin líka. Keypti Greatest diskinn rétt fyrir kl. 7 til að hita upp. Kanónudíll, CD og DVD saman í pakka á fimmtánhundruðkall! Nokkuð vel sloppið.

Ein pæling: krádið minnti mann óþægilega mikið á Traffic og D-14 í gamla daga. Ég held svei mér þá að ég hafi þekkt einhver nokkur hundruð andlit síðan þá...

EN VAR ÉG EKKI EINU SINNI JAFNALDRI ÞESSA FÓLKS?!?!?

Svei mér þá. Barneignir og 20 ára snakkogídýfuneysla fara alls ekki vel með sumt kvenfólk.

Passaði alveg ágætlega að skjótast á barinn meðan þeir tóku lög af nýju plötunni sinni. Sem eru alveg eins og gömlu lögin, maður bara kann þau ekki. Spurning hvort það sé gott eða slæmt. Smá panik þegar ég var rétt hálfnaður með bjórinn og Save a Prayer byrjaði. Við frúin flýttum okkur svo mikið fram að ég týndi henni og náði því ekki að vanga við hið eina sanna vangalag. Oh well.

Og svo fannst mér það afskaplega lélegt þegar þeir gerðu sig klára til að byrja á Make me smile, en hættu við (!) og tóku Reflex í staðinn. Þá varð Bjössi litli fyrir vonbrigðum. En það var my only grumble. Þrusugott kvöld. Bring on U2.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022