The Hitchhiker's Guide to the Galaxy

Ég fór á þessa mynd í gær. Spennan var gífurleg, ég varð ær. Þannig að nú ætla ég að jarma soldið um þessa bíómynd. Don't worry (eða réttara sagt, don't panic), ég gef ekkert upp. Fyrsta klisjan sem verður að koma: Mér fannst nú bókin betri. Enda var bókin annað og meira en bók. Hún var sýn á raunveruleikann sem olli því að maður var ekki samur maður eftir að hafa lesið hana. Örugglega svipuð áhrif og þegar Galileo kíkti í sjónaukann sinn í fyrsta skipti. Ég bjóst ekki við þessu! En allavega. Myndin. Ef þú ert búin(n) að sjá hana þarftu ekki að lesa lengra. Ef ekki, þá ertu væntanlega farin(n) að spyrja hvað mér fannst um myndina. Og svarið er... 42.

Ummæli

Tinna sagði…
Bjössi minn, það kommentar enginn hjá þér þannig að ég skal gera það. Takk fyrir síðast btw. Og góður Jacko brandari þarna fyrir neðan. Haltu áfram góðu vinnunni. Eða þú veist.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu