Fer ekki janúar að verða búinn?
Afhverju er ég svona æstur í það? Í fyrsta lagi, þá er ég að verða kominn upp í kok af því að æfa fyrir Skrekk með blessuðum börnunum í skólanum þar sem ég vinn. Hvern einasta dag í klukkutíma eftir venjulega vinnu. En frá og með næstu viku er það búið. Í öðru lagi á ég ammæli í næsta mánuði. Sem kallar á hátíðarhöld. 3. febrúar fellur á fimmtudag þetta árið, þannig að helgin eftir ætti að verða nokkuð erfið. You have been warned. Og í þriðja lagi þá er maður bara farinn að hlakka svo mikið til mars vegna nýju íbúðarinnar. Maður er orðinn svo ráðsettur að ég sægnaði mig meiraðsegja upp í viðbótarlífeyrissparnað hjá KB banka í dag. Ég sem hef alltaf viljað sukka hverja krónu eins fljótt og hægt er.
Ummæli
Auk þess las ég bara lengra og áttaði mig á samhenginu...