Jólabjórrýni Feitabjarnar 2016
Það er sagt að hlutur sé orðinn að hefð þegar þú veist ekki lengur hvernig hann byrjaði. Ég get tekið undir það, því ég var hissa að finna í minningafídusnum á feisbúkk að ég hef sett þar inn umsagnir um jólabjóra árið 2009. Það kom mér á óvart, ég hélt ekki að ég hefði verið að þessu svona lengi. Satt best að segja veit ég ekki einu sinni hvort þetta var fyrsta tilraun sem ég fann þarna. Hefð skal það sem sagt heita og ég veit að fámennur en hundtryggur hópur lesenda bíður í ofvæni eftir pistlinum á hverju ári. Á þessum árum hefur jólabjórgerð nánast orðið að einhverri báknkenndri stofnun. Fyrir ekki svo mörgum árum voru fáar tegundir í boði, ég man eftir að hafa býsnast yfir tölunni átján og fundist úrvalið vera orðið mikið. Núna eru hátt í fimmtíu jólabjórar í boði, sem er aukning frá síðasta ári. Mér er ennþá illt í lifrinni eftir jólabjórsmakk síðasta árs, enda þurfti ég þá að þræla mér einn og óstuddur í gegnum þetta þjóðþrifaverk vegna veikinda míns vanalega makkers. Hann ...