Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2015

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2015

Mynd
Gleðilega hátíð elsku vinir og vandamenn. Nú styttast dagarnir og kólnar í veðri og landinn fer að finna fyrir kvíða gagnvart kreditkortareikningi febrúarmánaðar. Eins og áður tekur Feitibjörn að sér að forða ykkur frá óþarfa fjárútlátum með því að fórna eigin fjármunum, heilsu og lifurendingu. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir þetta þjóðþrifaverk eins og í ár því þrátt fyrir að veruleikafirrtir milljarðamæringar reyni að telja okkur trú um að kaupmáttur hafi aldrei áður og hvergi annars staðar verið meiri en hér og nú er alveg öruggt að mörg veltum við hverri krónu áður en henni er eytt og höfum ekki efni á því að eyða súrt-samanspöruðum skildinum í vondan bjór, hvað þá á sjálfri aðalbjórhátíð ársins, jólunum. Því miður verð ég að tilkynna ykkur að nú í ár þarf að hugsa vel og lengi um hverja einustu krónu sem eytt er í jólabjór og það er ekki bara vegna þess að milljarðamæringarnir ljúga og við höfum það alls ekki eins gott og þeir halda. Það er ekki hel...