Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2014

Óskalisti fyrir 2015

Ég hef aldrei verið mikið fyrir áramótaheit, en hér er listi yfir það sem ég vil sjá gerast á nýja árinu. Mér finnst ég ekki vera að biðja um neitt mikið: Nýja ríkisstjórn, helst eftir blóðuga byltingu. Nýjan forseta. Nýja stjórnarskrá, svipaða og þá sem var drepin á síðasta kjörtímabili. Kvótakerfið afnumið. Leiðréttingin afturkölluð. Heilbrigðiskerfið endurreist og samið við lækna. Stytting náms afturkölluð, menntakerfið endurreist og laun kennara hækkuð. Skattaskjólsupplýsingar keyptar og skattsvikarar settir í gapastokk. Landbúnaðarkerfið stokkað upp og styrkir, niðurgreiðslur og sporslur skornar við trog. Kaupfélag Skagfirðinga brotið upp í smærri einingar. Ísland í ESB og krónan kvödd. Embætti sérstaks saksóknara stóreflt. Moska reist í Reykjavík. Ákveðið að færa miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og ráðist í samgöngu- og spítalaframkvæmdir í því skyni. Hæstiréttur mannaður upp á nýtt. Lög sett sem tryggja að Landsvirkjun megi ekki einkavæð...