Jólabjórrýni Feitabjarnar 2014
Almáttugur, hvað þetta var erfitt! Ég hef áður gert það að umtalsefni hversu fórnfús ég sé að leggja á mig þetta erfiði, að þræla mér í gegnum alla jólabjórana svo þið, kæru vinir, þurfið ekki að verða fyrir vonbrigðum eftir ferð í ríkið eða ef þið freistist til að kíkja á pöbbann í jólainnkaupunum. En þetta hefur aldrei verið jafn krefjandi verkefni og nú í ár. Síðastliðin tvö ár hafa jólabjórarnir sem ná inn í rýni hjá mér (útskýri reglur eftir smá) verið átján talsins en núna í ár voru þeir tuttugu og fjórir. Eins gott að ég fékk ríflega skuldaleiðréttingu, þótt ég skuldi varla neitt! Svo ég útskýri aðeins nánar: til þess að komast í bjórrýni hjá mér þarf bjórinn að vera fáanlegur í þeirri vínbúð sem ég kýs að heimsækja daginn sem ég ákveð að kýla á þessa smökkun. Svo vildi til að á föstudaginn var átti ég leið framhjá lítilsigldri vínbúið við Borgartún og sá að þar var verið að raða bjórum í hillur. Ég rak inn nefið til að telja og þóttist ég sjá fjórtán tegundir. Spu...