Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2013

Jólabjórrýni feitabjarnar 2013

Mynd
Síðasta kaupstaðarferð fyrir jól og þar sem ekki er að treysta á ríkið á Dalvík (sem gengur undir nafninu “hreinsunin”) þá var ekki um annað að ræða en heimsækja Heiðrúnu og sjá hvort úrval ársins væri allt komið í hús.   Og viti menn! Það er augljóst að jólabjórrynin hjá mér í fyrra hefur skilað nokkrum árangri. Föröya Jólabryggj verður víst ekki í boði í ár. Þeir hafa lært að skammast sín helvískir. Mikkeller okurbjórarnir sem ég varaði við í fyrra eru heldur ekki til. Það er nú aldeilis notaleg tilfinning að vita að maður er hér að gera samfélaginu gagn, auk þess að skemmta fólki og leiðbeina því í hinum krefjandi frumskógi lífsins sem hið mikla úrval jólabjóra er. Hugsanlega munu fleiri tegundir koma í verslanir fyrir jólin, en ólíklegt er að þær nái alla leið norður á Dalvík. Ef ég get mun ég bæta þeim við síðar en ef ekki þá verða þessar átján að duga. Vísindalega þenkjandi vinur minn spurði mig út í rannsóknarsnið og ég get ljóstrað því upp að hér var um blindpr...