Jólabjórrýni 2012
Jæja, þá fara dagar að styttast og nætur að lengjast. Jólin nálgast og það gefur sumum okkar afsökun til að drekka meira en endranær. Jólabjór er fyrirbæri sem gleður marga þegar vel tekst til en varla er til í lífinu öflugra CAVEAT en þetta: Varizt eftirlíkingar. Jólabjór og jólabjór er nefnilega ekki það sama. Að drekka vondan jólabjór getur hreinlega eyðilagt hátíðirnar fyrir mönnum, svo ég hef tekið það að mér nú sem fyrri ár að fórna lífi mínu og lifur til þess að aðrir megi njóta góðs af. Ég þræla ofan í mig viðbjóði til þess að þú megir forðast hann. Fyrir pjúrista er rétt að taka fram að ákveðnar tegundir vantar í þessa umfjöllun mína. Steðji var ekki kominn í búðir og sorrí strákar, þá eruð þið bara ekki með. Eins voru bjórar sem voru með í fyrra sem töldust svo óviðeigandi að ég ákvað að sleppa þeim, þar á ég vð Stella Artois (venjuleg Stella í stórri glerflösku) og Samuel Adams Winter Ale (vetur er ekki sama og jól). Að auki fann ég jólabjór í Heiðrúnu sem ég...