Færslur

Feitibjörn tekur pásu

 Kæru vinir Verkefnið að smakka og dæma hvern einasta íslenska jólabjór hefur vaxið með ári hverju. Feitibjörn hefur verið svo heppinn að geta reitt sig á góðra vina hjálp síðustu misserin og það hefur verið bæði gaman og gefandi. Þakklæti til frú Feitabjarnar, Koppa-Krissa og svo er það hann elsku Immagaddus. Þessi nöfn segja ykkur auðvitað ekki neitt, sem er alveg eins og það á að vera. En Immagaddus féll frá á sviplegan hátt fyrir nokkrum vikum. Hans er sárt saknað og einhvern veginn finnur Feitibjörn ekki hjá sér löngun til að fara í hina árlegu risasmökkun akkúrat núna.  Vona að þið skiljið þetta og hittumst vonandi hress að ári.

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Mynd
Heimur versnandi fer. Það er ekki laust við að almenningur sé pínu sleginn nú í lok þessa herrans árs tvö þúsund tuttugu og tvö. Við vorum rétt skriðin upp úr umgangspestinni með sínum takmörkunum, valdboðuðu sprautum og innilokunum. Voru fleiri en Feitibjörn sem héldu að nú tæki við betri tíð með blóm í haga? Það var nú meiri djöfuls barnaskapurinn. Hvað fengum við? Jú, eitt viðbjóðslegt stríð til dæmis. Og við klöppum okkur á bakið fyrir það hvað við séum góð að taka á móti fáeinu fólki á flótta úr þessu stríði en á sama tíma erum við enn að senda sakleysingja út í óvissuna ef þau eru öðruvísi en við á litinn og trúa á annan guð. Mjög jólalegt. Nú er meiraðsegja verið að draga fólk upp úr hjólastólum til að henda því úr landi. En við eigum ekki að kvarta, við höfum það jú svo ofboðslega gott á þessu frábæra landi, sjáiði til dæmis bara hvað það gekk vel að selja pabba fjármálaráðherrans banka? Helvítis fokking fokk. En árið er senn á enda og búðirnar fyllast af jólabjórum enn eina f...