Dularfulli bílskúrinn
Út um stofugluggann hjá mér sé ég framhliðina á bílskúr nágrannans. Skúrinn sjálfur hverfur inn í kjarrið en virðist samt á að giska tólf til fimmtán metra langur. Af óljósum ástæðum hefur verið skipt um framhurð á skúrnum í að minnsta kosti þrígang síðan ég flutti inn í vor.
Það undarlega er, að daglega sé ég fólk koma og bera dót út úr bílskúrnum. Stundum smáhluti út um minni dyrnar, stundum heilu búslóðirnar og þá er einmitt hurðin gjarnan fjarlægð.
Einstaka sinnum hef ég séð fólk streyma út.
Aldrei er neitt borið inn í bílskúrinn. Og enginn fer þangað inn nema í nokkrar sekúndur. En stundum streymir fólk út.
Það undarlega er, að daglega sé ég fólk koma og bera dót út úr bílskúrnum. Stundum smáhluti út um minni dyrnar, stundum heilu búslóðirnar og þá er einmitt hurðin gjarnan fjarlægð.
Einstaka sinnum hef ég séð fólk streyma út.
Aldrei er neitt borið inn í bílskúrinn. Og enginn fer þangað inn nema í nokkrar sekúndur. En stundum streymir fólk út.
Ummæli
Þetta er afar sérkennilegt.
Gæti ekki einhver hafa fundið upp
botnlausa bílskúrinn, samanber botnlausa hnetupokann?
Immagaddus segir.....