Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2006

Bitur lúser?

Það er erfitt að koma þessari sögu frá sér án þess að virka fullur af kulda og heift út í fyrrverandi vini sína, en ég ætla nú samt að reyna. Áðan þegar ég beið eftir strætó á Hlemmi sá ég tvær konur standa fyrir utan sviðsdyrnar á Möguleikhúsinu og spjalla saman. Þetta voru þær Ágústa Skúladóttir og Vala Þórsdóttir. Til að móðga hvoruga skal tekið fram að ég nefni þær í stafrófsröð en ekki af því að ég telji aðra framar hinni eða neitt svoleiðis. Ég gerði nú ekki meira en að vinka og brosa þótt ég sé nú aftur farinn að mega tala við þessar tvær listakonur. Það kastaðist nefnilega í kekki milli okkar á fylleríi (reyndar bara mínu fylleríi svo fyllst sanngirni sé gætt) fyrir nokkrum árum og lengi vel frusu þær og störðu á veggi ef ég var í sama húsi, til þess að þurfa ekki að viðurkenna að ég sé til. Þær stóðu fyrir stand-up kvöldi í Kaffileikhúsinu fyrir nokkrum árum. Við höfðum unnið saman í London í gamla daga (og hér verð ég að passa mig að nefna nafn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,

Stöngin inn

Úrslitaleikir í bikarkeppnum eiga að vera spennandi. Helst að fara í framlengingu (en ekki vító) og vinnast með einu marki. Skagamenn voru snillingar í þessu á árunum '82-'84, þegar þeir unnu þrisvar í röð, alltaf 2-1, alltaf eftir að hafa lent undir, og þar af tvisvar í framlengingu. Þetta ber þó ekki að skilja þannig að ég sé óánægður með að Júnæted unnu Vikuna 4-0 í dag. Eða ég held að það hafi verið 4-0, ég lofaði að láta Chris vita ef eitthvað markvert gerðist og hafði varla undan að senda honum sms, gæti hafa misst af marki eða tveim. Skrýtin tilfinning samt að horfa á United í úrslitaleik með þremur Púllurum. Eða tveimur og hálfum, þessi þriðji var eins konar hálfmenni sem hlýtur að hafa komið í nótina hjá Gústa. Eru ekki annars nótir (nætur?) á varðskipum? Ég held að Gústi sé messagutti á varðskipinu Madonnu. Og vinir hans eru margir mjög undarlegir. Immagaddus er einn. Svo er Stjáni Guð, sem mætir á alla Liverpool leiki og talar ekki um annað en United. Og svo þetta fr

25 skammdagar eftir

Í morgun sá ég útlínur Esjunnar frá Vesturlandsvegi við Úlfarsfell í fyrsta sinn í marga mánuði. Klukkan var sjö fjörutíu og ég var í strætó á leiðinni í vinnuna. Þetta eru mikil tímamót því ég hata fátt meira en að ferðast í myrkri nývaknaður og óhress. Vinnan stóð sem betur fer blessunarlega stutt (eins og alltaf á föstudögum... og jú let's face it þetta er nú ekki mjög krefjandi eða tímafrek vinna nema þú sért algjör fáviti -- sem að sjálfsögðu flestir kennarar eru fyrir utan mig) og fátt um vesen fyrir utan tossana tvo sem reyndu að svindla í söguprófi hjá mér. Og komu svo bara með sögur þegar ég böstaði þá. Svo tók við langt ferðalag frá Kjalarnesi vestur á Seltjarnarnes. Því ég hóf þar bankaviðskipti í barnæsku, í Útvegsbankanum sem þá stóð við Nesveg skáhallt á móti Vegamótum, og er þessvegna nú VIPkúnni númer 593 í Íslandsbanka. MasterCard númerinu mínu hafði verið stolið og nauðsynlegt að loka númerinu og nú þurfti ég að sækja nýtt kort. Ég er auðvitað með erkitýpískt Mast

Smá um Eurovision

Vísa líka á Immagaddus, sem er með smá pælingar. Síðast vann Birgitta Botnleðju með 10 þús atkvæðum gegn 5 þús. Glætan að við séum orðin svona geðveik, að tíu sinnum fleiri kjósi. Fyrir hundraðkall í hvert skipti. Ómar Ragnarsson var að kvarta yfir því að þegar hann sendi sms á lagið sitt, þá kom "message not sent" -- heldurðu að þú hafir kannski verið búinn með inneignina gamli? Guðrún Árný er geðveik. Sorrý, en hún er það bara. Bjartmar (sem var ekki með nógu gott lag) var að djóka með að lagið hennar héti "Skjaldbaka", en ég er með betra: Ég fæ húúúúðkrabba þegar ég hooooooooorfi íííí auuuuguuuun þííííín.... Silvía er flottari en Madonna. Nuff said. Hvað fékk Birgitta mörg atkvæði? Fjögur. Hinir gæjarnir í Írafári kusu hana, vildu heldur að hún færi til Aþenu en að hún yrði áfram með þeim. Ardís, Regína, Friðrikómar, Dísella, Magni... Must try harder. Þá eru komin tíu lög. Ég man ekki fleiri. Í nítjánda sinn (af nítján mögulegum) erum við búin að vinna Eurovision

If you don't like the weather, just wait a minute

Sko, í gær var svo gott veður að manni fannst eins og vorið væri komið. Að vísu beilaði Nikki aumingi á mig, við vorum búnir að ákveða að fara saman út að skokka, en honum fannst of kalt. Í staðinn kom Rósa með út og við skokkuðum upp allan hitaveitustokkinn sem liggur upp Öskjuhlíð upp að Perlunni. Og ég fór alla leið upp án þess að stoppa! Greinilega í betra formi en ég hélt. Fyndið að þegar ég sagði Chris frá því í símann seinna sama dag að ég hefði farið út að skokka, þá kom alveg hjúdjs löng þögn, og svo spurði hann: Jogging?? eins og ég hlyti að hafa verið að segja eitthvað annað. Svo þegar ég sagði já, þá byrjaði hann að velta fyrir sér ýmsum mögulegum merkingum sem hægt væri að setja í orðið jogging sem myndu þýða eitthvað annað en að fara út að hlaupa. Hann var mjög hneykslaður á mér. Svo í morgun er komið frost og þegar ég var kominn upp í Mosó þá fékk ég að vita að það væri ófært uppá Kjalarnes og Strætó myndi ekki fara þangað í bráð. Þannig að ég hringdi í Steina vin minn

Svo þú getir kynnst mér betur

(X) reykt sígarettu ( ) klesst bíl vinar/vinkonu (X) stolið bíl (foreldranna) (X) verið ástfangin/n (X) verið sagt upp af kærasta/kærustu (X) verið rekin/n (X) lent í slagsmálum ( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum. (X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki (X) verið handtekin/n ( ) farið á blint stefnumót (X) logið að vini/vinkonu (X) skrópað í skólanum ( ) horft á einhvern deyja ( ) farið til Canada ( ) farið til Mexico (X) ferðast í flugvél ( ) kveikt í þér viljandi (X) borðað sushi (X) farið á sjóskíði (X) farið á skíði (sem sagt í snjó) ( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu (X) farið á tónleika (X) tekið verkjalyf (X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna (X) legið á bakinu úti og horft á skýin (X) búið til snjóengil (X) haldið kaffiboð (X) flogið flugdreka (X) byggt sandkastala (X) hoppað í pollum (X) farið í "tískuleik" (dress up) (X) hoppað í laufblaðahrúgu (X) rennt þér á sleða (X) svindlað í leik (X) verið einm

Syztah Act II

Flottustu systur í heimi heimsóttu mig í gær. Buðu mér með sér í bæinn á tónleika með einhverju sem heitir Goldie Lookin Chain. Nafnið hlýtur að vísa í eitthvað Blingbling sem minnir á Íslandsvininn tannfríða. En þeir voru Totally Fuckin Lame Reyna að vera eitthvað rosa kúl east london dæmi. East London? East 15 acting school more like! Átta gæjar að hoppa um sviðið og öskra oi og lögin heita Yer Missus is a Nutta og soleis. Sánda eins og Rottweiler meets The Streets með DJ sem hlustar mikið á Public Enemy og Cypress Hill . Eða eitthvað. Samt frábært kvöld, takk systur (og Óli) fyrir það .

Hnignandi menning

Í dag þurfti ég að fara í ríkið fyrir litla frænda minn. Hann er eldri sonur stórabróður míns, bráðum sextán ára. Í fyrsta lagi hafði ég áhyggjur af því hvað hann vildi að ég keypti fyrir sig. Flösku af Passoa, kippu af Lite bjór og eina kippu líka af Thule í litlum flöskum. Annað hvort er drengurinn hommi, eða hann hefur stolið kippu af mömmu sinni í neyð (LITE!!!!) og á von á tveimur stelpum í heimsókn (Passoa!). En hitt var svona; hann hringir í mig og segist vera á leiðinni í miðbæinn að sækja draslið. Ekkert mál segi ég, ég er að labba upp Hverfisgötuna, hittu mig þar? Jájá, hvar á Hverfisgötunni? - Veistu hvar Þjóðleikhúsið er? öÖÖÖööööö, NEI! - Nei, ég er nebbla að fara á bar sem er þar rétt hjá, hann heitir Grand Rokk. JáÁJAÁÁ!!! Grand Rokk, ég veit hvar það er, verð kominn eftir smástund. *** Hann á bágt drengurinn, Immagaddus var að tala um feitar konur og fylgitungl um daginn, en ég get vottað það að mamma hans Benna er svo feit, að þegar hún var í grunnskóla þurfti Ríkisútg

Magalendingar í febrúar

Það er stundum talað um það að mánaðamótin janúar-febrúar séu versti tími ársins. Þá sé versta veðrið, enn hellingur eftir af vetri, jólin búin og stærsti VISAreikningur ársins að detta í póstkassann. Auk þess sem annað hvert ár um þetta leyti er maður að vakna upp við það að Íslendingar séu ekki að verða Evrópumeistarar í handbolta. Nú í ár varð þetta síðasttalda enn verra því ef við vinnum ekki Svíana í júní getum við gleymt öllum stórmótum í handbolta næstu árin. Og þetta vissi þjálfarinn og hafði vit á að vera búinn að segja upp fyrir svo löngu að uppsagnarfresturinn er liðinn og hann gengur blístrandi um stræti með skattkortið í vasanum. Sjálfur nota ég ekki VISA. Og ekki þannig að ég sé eitthvað voða prudent peningalega, onei. Ég nota bara MasterCard. Því flest sem ég þarf að kaupa mér er hvortsemer priceless. Og þeir eru helvíti góðir. Ég hringi í þá einn daginn og bið um að fá að skipta jólareikningnum í þrennt. Ansi hart að vera að borga síðustu afborgun af jólunum þann 1. apr

Sorteper fær sér hammara

"Kallinn er byrjaður að éta!" hugsaði Sorteper. Fyrir nokkrum mínútum hafði íbúðin fyllst af ilminum af steiktu beikoni og nautahakki. Sú vingjarnlega var að búa til matinn, og hafði rétt áðan farið með disk inn til mannsins síns. Per byrjaði á því að stilla sér upp hægra megin við kallinn, því hann sér miklu betur með auganu þeim megin. En um leið og hann hafði náð augnsambandi færði hann sig að sófanum vinstra megin, teygði svo álkuna í átt að matnum og það ískraði í honum þegar hann fann lyktina. "Spikfeitt beikon!" sagði hann við sjálfan sig um leið og hann hrifsaði lítinn bita úr hendi kallsins. Ekki lengi að sporðrenna því. Stökk upp í sófann við hlið kallsins og rumdi frekjulega. Uppskar stóreflis flís af hamborgara sem lögð var á sófaborðið. Sorteper rak trýnið fram og þefaði. Setti því næst báðar loppurnar á borðbrúnina og gerði sig líklegan til að grípa kjötið með kjaftinum. Hætti síðan við, og sat nokkra stund grafkyrr og starði á matarbitann. Kallinn var

Þurr á manninn á afmælinu

Thirty-seven today, sound as a bell, apart from my old weakness, and intellectually I have every reason to suspect at the crest of the wave or thereabouts. Celebrated the awful occasion, as in recent years, quietly at the Winehouse. Not a soul. Sat before the fire with closed eyes, separating the grain from the husks. Perhaps my best years are gone. When there was a chance of happiness. But I wouldn't want them back. Not with the fire in me now. No, I wouldn't want them back. (Cheers, Sam)