28 júní 2007

Tvö þrekvirki


Vann tvær hetjudáðir í dag. Fyrst hjólaði ég frá Ísafirði til Súðavíkur og til baka (um 44 km) og svo sat ég undir helmingnum af hrútleiðinlegri leiksýningu sem heitir The Secret Face. Avoid like the plague.

Tveim tímum eftir að ég lauk hjólatúrnum var ég enn með 104/mín púls. Leiksýningin var ekki lengi að draga hann niður fyrir 60.

Svo endaði kvöldið með anticlimax. Fór á Langa í Drekktu Betur keppnina og vann ekki, enda þemað bíó og sjónvarp. Hverjum er ekki sama hvað einhver leikari í Gay's Anatomy heitir?

Agtalón


Einleikjahátíð hófst hér á Ísafirði í gær. Mikið fjör, mikið gaman. Hælæts samt ekki úr dagskrá hátíðarinnar. Dagskráin í gær samanstóð af einni áhugaverðri heimildamynd og tveimur mjög misgóðum einleikjum. Á eftir var svo samsæti og eitt hælæt var þegar Sæli vinur minn leit á pakka sem einn leikari hafði fengið í viðurkenningarskyni fyrir frammistöðu sína á sviðinu. Í pakkanum var leikritið MacBeth ásamt ýmsu öðru dóti. En Sæli sá ekki allt nafn höfundar á bókinni og spurði hvort leikarinn hefði virkilega fengið bók eftir William Shatner.

Efni í endalausa brandara:
Hamlet by William Shatner: "To be or not to be. Never lost, never will. Denny Crane."
Romeo and Juliet by William Shatner: "The only reason she has to be up on that balcony is because she's a midget." (Alan Shore bendir niður) "Oh, no!"
King Lear by William Shatner: "I've got mad cow disease."
Richard III by William Shatner: "Millions of people who have never died before will be killed!"
(Þetta síðasta er setning sem kallinn sagði grínlaust í einum Star Trek þætti.)

Hitt hælætið var svo á Langa Manga þegar allir voru komnir í bjórinn. Ég hnippti í Sæla vin minn og spurði hvort hann væri til í smá leikþátt með mér. Eina sem hann þurfti að gera var að segjast heita Jón og jánka því að það kæmi stundum fyrir að hann væri kallaður Nonni. Við tókum sem sagt stutt brot úr hinu ódauðlega stykki Jóns Benjamíns "Nonni und Manni" og slógum í gegn.

27 júní 2007

Bæjarferðir


Vildi bara láta vita að það styttist í að ég komi suður og svo verð ég eins og heimsins stærsti borðtennisbolti (þegiðu Immagaddus) næstu vikurnar, eða sem hér segir:

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 6. júlí um kvöldið.

Flýg til Ísafjarðar miðvikudaginn 11. júlí um kvöldið.

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 13. júlí um kvöldið.

Flýg til Ísafjarðar fimmtudaginn 19. júlí um morguninn.

Flýg til Reykjavíkur föstudaginn 3. ágúst um kvöldið og verð þá búinn með þessa törn.

Þar hafiði það og getið nú farið að plana ykkar sósíal líf í kringum þessa daga (þegiðu Immagaddus, enda er þitt sósíal líf planað eins og í Sovétríkjunum á tíma Krústjovs - allt planað lengst fram í tímann og ekkert verður úr neinu.)

26 júní 2007

Súrt í sveitinni


Jæja, ég virðist hafa nægan frítíma hér fyrir westan.

Því ég blogga og blogga meir en áður. En fæ engin viðbrögð. Enginn hefur nennt að kommenta hér í háa herrans tíð. Sem hlýtur að þýða að það sem mér finnst spennandi hér í sveitasælunni finnist öðrum frekar boring.

Kötturinn minn stökk til dæmis út um glugga hér á annarri hæð einhvern tímann í morgun. Ég fann hann ekki þegar ég kom heim og æddi því út að leita. Hann mætti mér pollrólegur í bakgarðinum.

Þetta finnst sennilega fáum spennandi nema mér. Í mesta lagi kattarhelvítinu.

En ég vil fá komment! Þess vegna ætla ég nú að reyna að próvókera.

Í unglingaleikhópnum mínum eru 9 stelpur undir lögaldri. Í dag átti hópurinn að leika barnaleikrit fyrir börnin á leikskólum Ísafjarðar. Nema hvað, ég tók eftir því að allar stelpurnar voru þaktar sogblettum.

Af hverju eruð þið allar út í sogblettum? spurði ég.

Æ, bara, við héldum smá partí í gær.

Nú já. Hmmm.

Nei, sko. Þetta vorum bara við stelpurnar. Var mér sagt.

Er það? spurði ég. Er þetta einhvers staðar á Netinu?

Skemmtilegur leikur...

...fyrir þá sem hafa gaman af (og geta eitthvað í) landafræði:

Samt ekki eins skemmtilegur og landafræðileikurinn sem var í ferjunni frá Gautaborg til Amsterdam þegar við Mossmann fórum þangað saman, en þá fékk maður frían bjór fyrir að svara landafræðispurningu.

Mér hefur tekist að ná alls 132 löndum, af 192 alls, sem er alls ekki svo slæmur árangur, eða hvað?

Getraun - what's wrong with this picture?


Sjáið þið eitthvað athugavert við þessa mynd?

Hún birtist víst nýlega í Playboy.

Sem ég efast um að noti nokkurn tímann Photoshop.

24 júní 2007

Stórslys

Þegar ég var lítill var bjór ólöglegur á Íslandi, nema hjá fólki sem vann við að fara á milli landa.

Ekki LANDA, sko, heldur útlanda. Og pabbi var auðvitað flugmaður.

Því var það að ég lærði mjög ungur - áður en ég lærði að drekka bjór - að maður hellir ekki niður bjór. Ég hef oft grínast með það að pabbi hafi lamið mig eitt sinn þegar ég hellti niður bjórnum hans og eftir það hafi ég aldrei hellt niður bjór, en maður á ekki að ljúga upp á þá dauðu svo ég viðurkenni hér og nú að sú saga er uppspuni.

En eins og segir í góðu leikriti: "Maður rengir ekki góða sögu."

Allavega kenndi kallinn mér að bera virðingu fyrir bjór.

Svo fer þetta að verða spurning um bjór og bjór. Er verra að hella niður Stellu en Túborg Grön? Tvímælalaust.

Það sem gerðist hér í kvöld, á Langamanga, var ótrúlegt. Ég sat í makindum og sötraði Stellu. Hef hingað til haldið mig við Thule því hann er "relatively" ódýr (700kr. fyrir hálfan lítra í flösku) en huggulega bardaman sagði mér í kvöld að hún væri nýbúin að fylla á kælinn og að Thulebjórinn væri enn volgur.

Svo ég hætti mér út á ystu nöf: "Hvað kostar svona stór Stella?"

850kr.

Fá eina soleis!

Og eins og áður segir, þá sat ég í mestu makindum og sötraði Stelluna mína milli þess sem ég brásaði á netinu og sendi Chris pirrandi skilaboð, því hann var að eignast nýjan nágranna sem við getum endalaust grínast með.

Nema hvað, eftir ein sérstaklega nastí skilaboð skipti engum togum nema hvað bjórglasið mitt splundraðist. Úforvarendes! Algerlega bæ sörpræs. Af engri sjáanlegri ástæðu.

Spúkí. Mætti halda að maður væri mættur á galdrasýningu á Ströndum!

Gestaþraut

Ég er byrjaður að skoða nýju síðuna, www.eyjan.is og líst helvíti vel á hana.

Þar fann ég tildæmis bloggara sem kallar sig Svansson. Hann setti þessa þraut inn nú í kvöld og ég verð að játa að ég var heilar fimm mínútur að leysa hana. Gangi ykkur vel!

Hvað eiga sameiginlegt:

Davíð Oddsson, stjórnmálamaður
Tom Waits, tónlistarmaður
Langi Mangi, skemmtistaður
Ísland úr Nato, baráttusöngur
Mary Shelley, rithöfundur

Ammæli


Jæja, frúin á ammæli bráðum.

Var að ganga frá bókun á Hótel Rangá (sjá mynd) - en efast reyndar um að við fáum svona fín Norðurljós í júlí.

En jæja, við hljótum að finna eitthvað annað í staðinn til þess að hafa ofan af fyrir okkur.

En uss, þetta er leyndó. Sem ég get auðveldlega póstað hér því frúin er ekki net-læs, tíhí!

Ja hérna


...á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu!

Olía við Íslandsstrendur

Einmitt það sem okkur vantaði.

Gríðarleg uppbygging á Langanesi, íbúðarhúsnæði og bækistöðvar fyrir borpallana á Drekasvæðinu. Raufarhöfn verður 30.000 manna bæjarfélag, þar af 100 Íslendingar.

Og eftir 15-20 ár, þegar allt aðrir 100 Íslendingar hafa grætt mörg hundruð milljarða á þessari olíu en við hin þurfum enn að borga Jóni Ásgeiri 99kr fyrir dós af bökuðum baunum, dós sem kostar 5p eða rétt um 8kr í ASDA, sem Jón Ásgeir á líka, þá gera Bandaríkjamenn innrás og taka af okkur alla olíuna. Í þeim yfirlýsta tilgangi að vernda hvali, eða eitthvað. Skutullinn verður skilgreindur sem gjöreyðingarvopn.

Veitingastaðir um öll Bandaríkin munu auglýsa "freedom fish" þegar könum býðst úrvals íslenskur þorskur nánast ókeypis, því fyrst þeir stálu af okkur olíunni er alveg í lagi að hirða sjávaraflann líka.

Bjór- og gos-sala margfaldast í USA þegar spyrst út að dósirnar séu úr íslensku "freedöm"-áli.

Og íslenska þjóðin? Hún skiptist í tvennt. Annars vegar verður til blönduð þjóð, íslenskir sveitalubbar og ógæfumenn í bland við Rúmena og Búlgari. Svo verður til einkar fámenn yfirstétt, sem flytur af landinu og byggir bryggjuhverfi á landfyllingu yfir báxítnámunum á Jamaica. En þar, sem betur fer, eru börnin ber.

23 júní 2007

Urð og grjót, upp í mót...

Hér sjáum við frá Ísafirði yfir Skutulsfjörðinn og í baksýn er svokölluð Naustahvilft, oft kölluð skessusæti í daglegu tali, því þjóðsagan segir að þarna hafi tröllskessa fengið sér sæti til að fara í fótabað. Skálin í fjallinu sé far eftir rassinn á henni og það vill svo til að fjörðurinn er óvenju djúpur einmitt þarna fyrir neðan, þar sem hún dýfði fótunum.

En í morgun ákvað ég að ganga upp í hvilftina. Það var nú bara nokkuð strembið, tók mig alveg hálftíma eða svo, fyrir nú utan að ég þurfti að ganga á vettvang áður en ég lagði upp fjallið, semsagt inn allan fjörðinn frá bænum, framhjá flugvellinum og út aftur.

Bongóveður og útsýnið alveg klikkað. Sem betur fer smá gola því það varð mjög heitt í fjallgöngunni.

Tók alls þrjá og hálfan tíma að ganga fyrir fjörðinn, upp fjallið, niður aftur og heim. Nú er ég svo að bíða eftir að bjórinn kólni.Yeah yeah yeah... whatever. Now FUCK off you French blick cunt!

22 júní 2007

Sjokk

Eftirfarandi er alvöru tilvitnun. Lesið og hugsið um í nokkrar mínútur. Þá er dagurinn ónýtur.

Paris Hilton: "I met a little girl who has cancer, but is, like, better now just because she got to hang out with me."

ÁTVR

Helvítis! Einhverjir lúðar unnu keppnina eftir bráðabana. Verð víst að komast að því hvar ÁTVR er til húsa á Ísafirði.

Kem suður eftir 14 daga! Húrrei!

Immagaddus svarar ekki í símann. Ætlaði að hringja í hann og stríða út af því að Víking-bjórarnir hans töpuðu fótboltaleik með svívirðilegum hætti. En varð að láta mér nægja að hringja í Þóru og þykjast hafa "áhyggjur" af KR.

21 júní 2007

Drekktu betur #153

Þeir sem ekki trúa mér geta kíkt hér!

En ég er núna á leiðinni á hverfispöbbinn minn. Já, ég kalla þetta hverfispöbbinn af því að þetta er eini pöbbinn í hverfinu. Reyndar er þetta eini pöbbinn í sýslunni en það er annað mál. Ég ætla sko ekki að fara að gerast tæknilegur landfræðilega hér. Það mun ég hins vegar verða á hverfispöbbnum á eftir. (Það hljómar eitthvað svo asnalega að kalla þetta sýslupöbbinn.)

Ég er sem sagt spyrill og er á leiðinni á langamanga, íklæddur svörtum bol sem á stendur: "150. Drekktu Betur keppnin í boði Budweiser Budvar. Grand Rokk"

Þannig að ég er einmitt að gera það sem aðkomumenn eiga víst ekki að gera á Ísafirði, en það er að beina athyglinni að þeirri staðreynd að þeir séu aðkomumenn.

Ef ég verð laminn í spað verður það líklegast vegna þess að enginn vinnur og ég læna sjálfum mér upp sem manninum sem fer heim með TVO kassa af bjór í næstu viku.

PS: Bjórspurningin er svínsleg fyrir alla aðra en Grandara (Þemað hjá mér er sko landafræði) - frá hvaða landi er Budvar?

20 júní 2007

Topp tuttugu hljómsveitir - þriðji og síðasti hluti

Já og jæja, þá klára ég þetta röfl. Og bráðum set ég líka inn topp tíu plötur, bara svona að gamni.

5. Paradís. Þetta var fyrsta hljómsveitin sem ég fílaði, sirka sjö ára gamall. Ég missti af Pelican, var þá of lítill og enn að hlusta á Síglaða Söngvara eftir Thorbjörn Egner. En Össi vinur minn og nágranni leyfði mér að heyra þessa plötu heima hjá sér á Unnarbrautinni og þetta voru bara mestu töffarar í heimi. Pétur heitinn Kristjánsson söngvari, Ásgeir stuðmaður á trommum, Björgvin Gíslason á gítar og svo einhverjir pappakassar sem ég man lítið eftir... jú, bíðiði, hljómborðsleikararnir hétu Nikulás Róbertsson og Pétur Hjaltested, minnir mig. Ótrúlegt hvað þetta situr í manni. Þið hin kannist auðvitað í mesta lagi við lagið Rabbits sem Paparnir tóku nýlega. En love affair mitt við þessa síðhærðu drengi tók skjótan enda á sautjánda júní næsta sumar, þegar Paradís var hætt en upp úr henni hafði verið stofnuð hljómsveitin Póker. Sú hljómsveit hélt tónleika á skólalóð Melaskólans og ég neyddi foreldra mína til að fara með mér. Fékk næstum því hjartastopp af hræðslu við alla fullu unglingana sem ráfuðu um og sungu Jibbý Jey. Í minningunni var skólalóðin þakin glerbrotum í mörg ár á eftir.

4. S/H Draumur. Gáfu út sitt eigið stöff á label sem kallaðist Erðanúmúsik. Heimaföndruð kover á öllum plötum og allt svona ljómandi low budget. Án þessarar fyrirmyndar hefði ég aldrei látið mér detta í hug að ráðast í að gefa út tónlist. Svo var þetta hrikalega gott tónleikaband, ég bókaði þá einu sinni til að spila í MH og þeir pökkuðu kvöldinu gersamlega saman. Stóra platan Goð er algert meistaraverk, ógeðslega fyndnir textar, dr. Gunni eins og hann hét ekki þá alveg hrikalega vondur söngvari en þessi hljómsveit bar uppi íslensku underground senuna á seinni hluta níunda áratugarins. Guðir. Eða réttara sagt Goð.

3. Hjálmar. Sem eru svo góðir að þeir leyfðu sér ekki að hætta og eru að byrja aftur. Húrrei! Og hafa verið að taka upp plötu með Megasi. Hipp hipp húrrei! Og spiluðu á einhverjum bestu tónleikum sem ég hef farið á, í stúdentakjallaranum. Þvílíkt sveitt og þröngt, maður alveg missti sig. Þegar þessir tónleikar voru, þá stóð til að þeir myndu meikaða og því voru þeir allir búnir að klippa sig og voru með kúluhatta. Það kænskubragð misheppnaðist en ég er handviss um að þeir geta enn orðið heimsfrægir. Ég er ekki mikið hrifinn af reggae yfirhöfuð en þessa gaura get ég hlustað á við öll tækifæri.

2. Mosi Frændi. Surprise, surprise. Auðvitað setur maður sjálfan sig á lista. En eru einhver rök fyrir því? Tjah... okkur tókst að reka fleyg í einokun Steinars Berg og Jóns Ólafssonar "vonda" á íslensku poppi. Við vorum á undan flestum öðrum (m.a. Ham - Voulez Vous) að taka lög eftir aðra og breyta þeim í einhvern óskapnað. Við vorum fyrsta band í heimi sem þorði að taka lag eftir Bubba og veita því þannig meðferð - in fact er ég nokkuð viss um að enginn hafði vogað sér að kovera Bubba, ekki einu sinni á kurteislegan hátt. Við vorum hið fullkomna do-it-yourself band, jafnvel þótt við kynnum ekkert á það sem við vorum að fást við, hvorki hljóðfæri, upptökutækni, útgáfu né markaðssetningu - og samt komumst við á topp fimm! Ha! Toppiði það!

1. Purrkur Pillnikk. Besta hljómsveit sögunnar, punktur. Bara óskiljanlegt hvernig hún hefur fallið í gleymsku. Auðvitað tóku Sykurmolarnir alla athyglina í mörg ár en kommon! Sykurmolarnir voru aldrei (og áttu aldrei að vera) neitt annað en brandari. "Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir" var mottóið mitt í mörg ár, meðal annars í Mosanum. Dagurinn sem Purrkur Pillnikk hætti, 28. ágúst 1982, var mjög lengi mesti óhamingjudagur ævi minnar. Reyndar dettur mér eiginlega enginn verri dagur í hug, nú aldarfjórðungi síðar.

Sjokk

Sven-Goran Eriksson has been offered the Manchester City manager's job - providing former Thai PM Thaksin Shinawatra completes his takeover.

City fans gave a lukewarm reception to reports of Eriksson's possible arrival.

"The supporters are 70-30 against Eriksson," said Heidi Pickup, of the Manchester City Supporters' Trust.Hún bókstaflega HLÝTUR að vera klámstjarna!

19 júní 2007

Sjokk


Jan Grzebski vaknaði um daginn.

Hann féll í cóma fyrir 19 árum í Póllandi.

Hefur verið meðvitundarlaus síðan.

En var að vakna.

Pólland hefur dálítið breyst, segir hann.

Sjokk

David Hyde Pierce, sem lék Niles Crane í Frasier


Er kominn út úr skápnum.

18 júní 2007

Topp tuttugu hljómsveitir - annar hluti

Áfram held ég.

10. Sonus Futurae. Fyrir það fyrsta koma þeir úr Valhúsaskóla eins og ég. Í öðru lagi stalst ég stundum til að nota græjurnar þeirra þegar ég var með æfingahúsnæði í kjallara sama skóla. En fyrst og fremst voru þessir gæjar langt á undan öllum öðrum hér á landi og mörgum erlendis. Tölvupopp er ekki á allra færi. En þessir gaurar voru ekkert minna en Kraftwerk Íslands. Þeir gáfu því miður aðeins út eina sex laga plötu en hún er skotheld út í gegn. Söngvarinn Jón Gústafsson gerði svo arfaslaka sólóplötu sem ég set stundum á fóninn þegar ég vil vera fyndinn. Samt eru eitt eða tvö lög á henni sem enn virka.

9. Bootlegs. Þungt rokk er eitt af þessum fyrirbærum sem mun fleiri fást við en eiga erindi. Það er mun auðveldara að telja upp tíu lélegar þungarokkshljómsveitir en tíu góðar, hvort sem er á þjóðlegum eða alþjóðlegum nótum. En Bootlegs voru álíka byltingarkenndir hér og til dæmis Metallica voru þegar þeir komu fyrst fram. Lengi vel átti ég stoltur bol með teiknaðri mynd af sveitinni sem á stóð: "Ég sá Bootlegs í Húnarveri '91" - og í sönnum rokkanda þá keypti ég ekki bolinn heldur fann hann liggjandi í grasinu - í Húnaveri '91. Toppiði það!

8. Múzzólíní. Ég gerðist svo frægur að vera tímabundið trommuleikari í þessu eðalbandi. Kem meiraðsegja fram í nokkrum lögum á spólunni þeirra sem dr. Gunni gaf út annað hvort '87 eða '88. Af öllum sem voru í þessu bandi var það forveri minn, Doddi, sem meikaði það. Hann er núna meðlimur í Trabant og hefur fengið að djamma með Dorrit á Bessastöðum. Hvern hefði grunað það þegar það fauk í hann rétt fyrir tónleika á Borginni og hann strunsaði á dyr, sem þýddi að nú voru góð ráð dýr og ég var munstraður sem trommari í skyndingu. Pétur vinur minn fer líka á kostum í hlutverki gestasöngvara í laginu Kakó sem er að finna á spólunni M&M sem geymir tónleikaupptökur með Mosa Frænda og Múzzólíní. Þetta var hryllilega skemmtileg hljómsveit.

7. Bellatrix. Tímabilið þegar þessi hljómsveit var að reyna að meikaða í London upp á gamla mátann - með því að spila á fullt af tónleikum og vera skemmtileg, ekki með því að þekkja réttu blaðamennina *hóst*sykurmolarnir*hóst* - var alveg hrikalega gaman. Ég þekkti umbann þeirra og var oft með þeim í Íslendinapartíum. Meiraðsegja fór eitt partíið svo úr böndunum að ég endaði í sleik við söngkonuna og gítarleikarann. Önnur á föstu og hin lessa! Toppiði það!

6. Risaeðlan. Þetta er eitt besta partíband allra tíma. Eftir ansi mörg mögur ár í íslenskri tónlist þar sem fyrst mátti ekki kunna á hljóðfæri (1981-1985) og svo mátti ekki stíga á svið nema vera í jakkafötum og með strípur (1986-1989) kom þetta stórfurðulega band sem bókstaflega gerði manni ókleift að sitja kyrr. Og saxófónn! Og fiðla! Og tvær stelpur sem sungu ekki heldur öskruðu, en voru samt einhvernveginn svo flottar. Þó þær væru frekar ljótar. Og einn besti trommari sem Ísland hefur alið. Og Ívar bongó. Og Siggi sæti. Ég hitti þau á Hressó og lét þau árita plötuna sína fyrir mig. Ég var svona mikið fan.

17 júní 2007

Topp tuttugu hljómsveitir - fyrsti hluti

Bjó til svona lista í fljótheitum, gæti vel verið að hann muni breytast enda eru svona hlutir oftast háðir hita augnabliksins. En hér koma sæti frá 11-20 eins og mér finnst þau vera akkúrat núna.

20. Sólstafir. Ég er ekki lengur mikill rokkari í mér en ég sá þessa drengi á Airwaves í fyrra og á löngum og leiðinlegum laugardegi þar sem hvert þungarokksógeðið rak annað voru þeir langskemmtilegastir. Spiluðu ekki nema þrjú lög en voru hátt í þrjú korter að því. Á tímabili var lengsta rokklagið hjá þeim orðið eins og grjóthart teknó. Fór líka fjótlega út í búð og keypti plötuna og hlusta oft á hana ennþá.

19. Þú og ég. Það komst í tísku þegar ég var unglingur að hata og fyrirlíta allt sem Gunnar Þórðarson gerði og það er auðvitað satt að margt af því sem hann bjó til eftir að Hljómar hættu er tómt rusl. Gaggó Vest, öll sólóplatan "Í loftinu," Lummurnar og vísnaplöturnar eru tóm steypa. En honum tókst að búa til diskó á heimsmælikvarða og við eignuðumst okkar eigin Donnu Sömmer þar sem var flugfreyjan feitlagna, Helga Möller. Pjúra klassík sem meiraðsegja Palla tókst ekki að eyðileggja þegar hann gerði kover.

18. Oxzmá. Reyndar væri réttast að nefna Langa Sela og Skuggana líka hér. Listaskólapönk af bestu gerð þótt þeir gæfu lítið út af efni og ég næði aldrei að sjá Oxzmá á tónleikum. Sá hins vegar Skuggana nokkrum sinnum og þetta var geðveikt rokkabillí. Skemmtilegt líka hvað margir úr bandinu hafa orðið áberandi á öðrum sviðum síðan þá, hvort sem er sem Ölstofueigendur, Sódómugerðarmenn, leikmyndateiknarar eða Apparatsorgelleikarar.

17. T-World. Íslenskt house og teknó hefur ekki alltaf risið hátt. Þegar vel tekst upp er það oftar en ekki of hart til að maður meiki það nema vera illa beyglaður (Exos til dæmis) og þegar það heppnast illa er fátt verra (Housebuilders, Súrefni, ýmislegt með Gus Gus). Það hefur alltaf fylgt teknósenunni að fjasa um hvað draslið sem er búið til í dag er ekki eins og í gamla daga. Í þeim anda tilnefni ég T-World sem eina fulltrúa elektrónískrar danstónlistar á listann minn. Og ég sem held svo voða mikið uppá house-tónlist!

16. Morðingjarnir. Önnur hljómsveit sem ég sá á Airwaves í fyrra og alveg yndislegt afturhvarf til gamla pönksins. Haukur spilaði með okkur félögunum í PP á Grand Rokk um daginn og reyndist bæði frábær bassaleikari, úrvalspönkari og ljúfmenni í þokkabót. Eina hljómsveitin sem fær mig til að ganga í þvílíkan barndóm að ég er með barmmerki merkt þeim á jakkanum mínum.

15. Baraflokkurinn. Fyrsta band af nokkrum sem kemur frá Rokk í Reykjavík-tímabilinu. Á árunum 1981-82 voru þeir alltaf ein af topp fimm hljómsveitum landsins. Sumir kynnu að nefna Þeysarana frekar en ég sleppi þeim hér því þeir voru svo helvíti óútreiknanlegir, misjafnir og stundum svo artí fartí að maður fékk heiftarlega vindverki. Baraflokkurinn var svona band sem maður vissi alltaf hvar maður hafði. Og lög eins og I don't like your style voru sándtrakk við heilt sumar norður á Akureyri sem líður mér seint úr minni. Geðveikt band.

14. Bang Gang. Aðallega hér út af einni plötu, sem var nánast stanslaust í spilaranum þegar við Rósa vorum að skjóta okkur saman. Svo hitti ég líka Barða í partíi á bar í London fyrir nokkrum árum og komst að því að hann er sniðugur gaur. Maður sem getur látið Ester Talíu hljóma sexý hlýtur að vera af öðrum heimi. Ég hef ekki mikið hlustað á annað stöff með Bang Gang en þessa einu plötu, en það sem ég hef heyrt stendur því dóti fyllilega á sporði. Meiraðsegja kover af Supremes lagi var flott.

13. Unun. Súpergrúppa frá helvíti. Heiða auðvitað snilldarsöngkona, dr. Gunni og Jonni Daisy Hill frábært songwriting team með Þór Eldon á kantinum. "Æ" er plata sem alltaf kemur manni í stuð. Bara grátandi skömm (e. crying shame) að hljómsveitin skuli ekki enn vera til. Hún gekk að nokkru leyti aftur í Eurovision í fyrra og leið fyrir þann heimóttarskap Íslendinga að hlusta ekki á lögin sem eru send í keppnina. Ég get svarið það að við hljótum sem þjóð að vera með sjónvarpið á mute þegar við kjósum í Eurovision. Enda sendum við alltaf bara það fyrirbæri sem er vinsælast hjá 9 ára stelpum og 39 ára einstæðum mæðrum þjóðarinnar á hverjum tíma.

12. XXX Rottweilerhundar. Það eru ekki margar plötur sem fá mann til að tárast yfir þeim listrænu hæðum sem þær ná. Rapp á íslensku, ekki lúðalegu breiðholtskjaftæði heldur kjarnyrtu og beinskeyttu níði, sílspikuð bít undir og það óviðjafnanlega "chutzpah" að blanda rappi á DÖNSKU í pakkann og fá íslenska unglinga til að fíla það - "jeg klipper dine fingre med en fuckin' havesaks!" - þetta verður ekki leikið eftir í bráð. Seinni platan náði þeim ólíklega árangri að vera sennilega betri diskur þótt hún væri ekki með sömu læti og sú fyrri. Plús það að sviðsframkoma á tónleikum gaf manni harðar geirvörtur. Kjaftshögg á geisladiski.

11. Daisy Hill Puppy Farm. Oft hörmulegir live, látið mig vita það, ég var á allmörgum tónleikum. Stebbi og Óli heitinn áttu það til að vera aðeins of drukknir á sviði. Hins vegar náðu þeir einhverjum galdri þegar þeir tóku hávaðann sinn upp. Ég var svo lánsamur að fá að stjórna upptökum á einu lagi sem fór á Snarl-spólu árið 1986 eða 1987. Og meiraðsegja sú upptaka er svakaleg. Tólf tommu platan þeirra var einhver óræð blanda af Mary Chain, Phil Spector, Dinosaur jr. og tjah, Velvet Underground kannski. Textar sem voru svo stjúpid að þeir voru djúpir: "I feel so tough, can't get enough, I feel so mean, I'm seventeen... and we'll rule the world, me and my peroxide girl..."

Næst: topp tíu. Watch this space.

16 júní 2007

Drekktu betur

Já, og meðan ég er að monta mig af því hvað ég sé klár (sem ég geri mjöööööög sjaldan...) þá er rétt að minna á að ég er búinn að vinna Drekktu betur hér á Ísó tvisvar í röð. Svo er ég með geðveikt plott í gangi til að ég þurfi aldrei að borga fyrir bjór hér á Grænlensku landamærunum. Ég verð spyrill í næstu viku. Hef spurningarnar svo svínslega erfiðar að enginn vinni. Svo vinn ég tvo kassa vikuna þar á eftir!

Sagnfræðipönk

Þetta gamla fífl þykist geta ákveðið hvaða hljómsveitir fólk megi kjósa um svo úr verði niðurstaða um merkustu hljómsveit Íslandssögunnar. Samt er hann ekki með meira vit í kollinum en svo að hann nefnir bæði Sigurrós (geeeeeiiiiisssssp!) og Sykurmolana en ekki Purrk Pillnikk. Kannski maður ætti að þakka fyrir að hann fari ekki að tala um Gusgus. Það skrítnasta er samt að hann setur inn á sinn topp tíu eitthvað fyrirbæri sem heitir Gyllinæð. Nú veit ég lítið um gyllinæð þótt ég þekki að minnsta kosti tvo "unga" menn sem gætu frætt mig en ég kunni ekki við að hringja í þá og spyrja svo ég gúgglaði bara. Þar fékk ég að vita að gyllinæð gæti verið sársaukafull, henni fylgdi kláði og erfiðleikar að koma hnútunum inn í endaþarminn.

Vita skátarnir af þessu?

En allavega, er þetta merki um góða hljómsveit? Þegar maður tékkar á niðurstöðum hjá gamla fíflinu kemur í ljós að "hljómsveitin" Gyllinæð hefur fengið álíka mörg atkvæði og meðlimir eru í bandinu. Segir það okkur ekki eitthvað.

Vinur minn Haukur, bassaleikari í Morðingjunum (og PP) kommentar hjá gamla fíflinu og segist hafa kosið Þey, sem er í sjálfu sér virðingarvert. Samt komst ég að því þegar ég klikkaði á linkinn á Hauk að hann er líka úti að skíta. Á sinni bloggsíðu er hann búinn að telja upp topp tíu plötur Íslandssögunnar og ég er hjartanlega ósammála honum að flestu leyti. Sem þýðir að öllu leyti nema því að hann nefnir plötuna Miranda með Tappa Tíkarrassi, sem ég myndi tæpast setja inn á topp tuttugu hjá mér, en segir - réttilega - að ballaðan "Get ekki sofið" á þeirri plötu sé ein sú magnaðasta sinnar tegundar. Erfitt að vera ósammála því.

En ég hlýt að setja peningana mína þar sem kjafturinn er og birti hér bráðum minn eiginn topptíu lista yfir íslenskar plötur og hljómsveitir. Bara svo þið getið vitað hvað snýr upp og niður, veslings litlu flón.

11 júní 2007

Húrrei!


Við stöndum saman allir sem einn.

Grafkyrrir.

Meðan hitt liðið brunar upp vinstri kantinn, þrisvar, og skorar í öll skiptin.

Við erum Ká-err, ká-err, og berum höfuðið (ekkert sérstaklega) hátt.

Við þekkjum bæði gleði og tár.
Fyrsta deildin er okkar næsta ár.

Tillaga: af hverju reka KR og KSÍ ekki þjálfarana sína og skiptast svo á þeim.

Ég væri allavega alveg til í að sjá Jolla litla frá Sauðárkróki þjálfa KR.

Þá fyrst væri gaman, enda hefur landsliðsþjálfari Íslands aldrei spilað leik í efstu deild á Íslandi sjálfur. Tilvalinn í djobbið.

Svo bregðast krosstré...


Bryggjuhverfi og brúðkaup.

Hver er síðasta manneskjan sem ykkur dettur í hug?

Byrjar á P

Endar á... áski

I kid you not.

The lunatics have taken over the asylum.

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu.

10 júní 2007

Fjallganga

Var að koma niður af Eyrarfjalli sem glittir í vinstra megin af myndinni. Æðislegt veður og útsýni yfir Ísafjörðinn alveg gullfallegt.

Annars lítið að frétta, nema búinn að vinna eins og hestur síðan ég kom. Fyrsti frídagurinn í dag og aftur sex daga vinnuvika að byrja á morgun. Lítur samt út fyrir að mesta puðið verði búið um mánaðamót.

Kem svo suður 6. júlí og verð í fimm daga, sé ykkur þá!

Já, og svo er Drekktu Betur spurningakeppnin til hérna líka. Við Rósa tókum þátt á fimmtudaginn og unnum! Result!

06 júní 2007

Veruleikafirring

Í kvöld léku landsliðsmenn Íslands fótboltaleik við Svía og voru teknir í rassgatið. Þeir voru meira og minna á hælunum allan tímann. Fréttablaðið hefur staðið fyrir rógburðarherferð á hendur þjálfara vorum, honum Jolla litla frá Sauðárkróki. Þeim finnst, eftir að við duttum niður fyrir Liechtenstein í riðlinum okkar, að hann líti ekki út fyrir að vera starfi sínu vaxinn. Þeir hafa skrifað greinar og sakað hann um að vera glæpsamlega lélegur landsliðsþjálfari.

Snjalli-Geir vinur minn lenti í þeim hremmingum fyrir nokkrum árum að vera dæmdur í "stóra fíkniefnamálinu" eins og það hét þá - í veikri von yfirvalda að það yrðu ekki fleiri "stór fíkniefnamál" sem gætu ruglast saman við þetta mál í umræðunni. Hann var dæmdur sekur um allt annað en fíkniefnamisferli, sem er ótrúlegt öllum þeim sem hafa hitt manninn. Hann varð meiraðsegja svo frægur nokkru eftir þetta mál að komast á hina alræmdu síðu www.dopsalar.tk sem nafngreindi fullt af dópsölum en fíknó lét loka. Skiljanlega, því flestir sem lásu síðuna gerðu það af því að þeir vildu vita hvar þeir gætu náð í fíkniefni.

Jolli litli frá Sauðárkróki var tekinn í viðtal eftir leikinn og af því að ég hef fylgst soldið með fótbolta í gegnum árin get ég vitnað um það að ég hef einu sinni áður séð sama blikið í augunum á Jolla litla og var í þessu viðtali. Það var fyrir nokkrum árum þegar hann lék með landsliðinu og þeir unni frækinn (og mjög ólíklegan, tölfræðilega séð) sigur á Tékkum á Laugardalsvelli, 3-1. Blikið í augunum hans var samt ekki meðan á þeim leik stóð, né heldur eftir leik, heldur nokkrum dögum seinna. Málið var að landsliðið var svo hissa á fræknum (og mjög ólíklegum, tölfræðilega séð) sigri á Tékkum að þeir fóru út á lífið saman og hrundu í það. Blikið í augunum á Jolla litla sást rétt áður en flautað var til leiks gegn N-Írum þremur dögum síðar. Sá leikur endaði með fræknum (og mjög ólíklegum, tölfræðilega séð) sigri N-Íra, 3-0. Vegna þess að landsliðsmennirnir okkar voru ennþá skelþunnir.

Þar sem Snjalli-Geir var aldrei dæmdur fyrir fíkniefnamisferli (á mjög ólíklegan hátt, tölfræðilega séð) hélt hann auðvitað áfram að misfarast með fíkniefni. Og lét þar ekki staðar numið því hann hóf innflutning á brasilískum hórum. Sem áttu ýmislegt sameiginlegt með íslenska landsliðinu í fótbolta. Þær voru jú alltaf að láta taka sig í rassgatið og oft á háum hælum. DV birti frétt um málið þegar brasilísku hórurnar hans Snjalla-Geirs voru uppgötvaðar af löggunni í Reykjavík. Þær voru víst allar fluttar úr landi með skít og skömm en Snjalli-Geir slapp með fræknum (og mjög ólíklegum, tölfræðilega séð) hætti frá hinum langa armi laganna og fékk engan dóm. Ekki einu sinni vægan, eins og síðast.

Eftir leikinn í kvöld var Jolli litli frá Sauðárkróki semsagt í viðtali við einhvern andstyggilegan fréttasnáp frá 365 Baugstíðindum sem spurði hann á óforskammaðan hátt, eftir að hann hafði látið "strákana okkar" tapa í röð fyrir Dönum, Lettum, Svíum, Spánverjum og svo Svíum aftur með samtals 13 marka mun, auk þess að "ná" 1-1 jafntefli við furstadæmið Liechtenstein, hvort hann hygðist segja af sér. Hann hélt nú ekki. Enda augljóst að þessi töp eru ekki honum að kenna.

Ekki frekar en brasilísku hórurnar voru hér á landi fyrir tilstuðlan Snjalla-Geirs.

Nú er tvennt í stöðunni fyrir Eyjólf Sverrisson.

Í fyrsta lagi á Jolli litli frá Sauðárkróki að gera eins og Snjalli-Geir og fara í mál við 365 Baugstíðindi því alveg eins og Snjalli-Geir vann hálfa milljón í skaðabætur frá DV fyrir þann fáránlega rógburð að hann hefði flutt inn brasilísku hórurnar sem hann flutti inn, þá á Jolli litli að kæra Sýn og Fréttablaðið fyrir þann fáránlega rógburð að hann ráði ekki við að stjórna landsliðinu sem hann ræður ekki við að stjórna.

Í öðru lagi á Jolli litli frá Sauðárkróki að hringja í Snjalla-Geir og spyrja hann hvort hann geti ekki hjálpað sér að flytja inn nokkrar brasilískar hórur sem hann gæti sett í íslenska landsliðið í fótbolta. Því ólíkt aumingja "strákunum okkar" sem gengu lúpulegir og sneyptir af velli eftir að hafa verið á hælunum og teknir í rassgatið, þá eru brasilísku hórurnar alveg til í soleiðis og kvarta ekki.

Enda bað engin þeirra um það á sínum tíma að Snjalli-Geir segði af sér.

05 júní 2007

Ísó

Þá er maður búinn að koma sér westur og byrjaður að vinna hér á Ísafirði. Með mér í för eru frú og loðdýr því Rósa og Pjakkur komu með mér hingað í fyrradag. Við búum í miðbæ Ísafjarðar (já, það er til úthverfi hérna og það er ekki á Grænlandi!) á Pólgötu 4, hjá ungu pari sem á fjóra ketti. Þar af leiðandi hefur eineygða skrímslið okkar verið á tauginni síðan við komum en er allur að koma til. Fyrstu nóttina vakti hann okkur með væli og stælum klukkan 3 og linnti ekki látum fyrr en um hálfsex þannig að fyrsti vinnudagurinn fór satt að segja hálfpartinn framhjá mér. Gekk samt bara vel miðað við aðstæður. Dagurinn í dag var miklu betri og ég er kominn á fullt að leikstýra þessum ungmennum, sem eru all-svakalega efnileg.

Fyndið að ein stelpan í hópnum er algjör tvífari Páska.

Rósa situr heima og slakar á meðan ég vinn, sem betur fer eru dagarnir stuttir, eða frá 8-2 til að byrja með, svo á það örugglega eftir að breytast eins og allt gerir yfirleitt þegar leiklist er annars vegar.

Bæjarpöbbinn Langi Mangi er jafn svalur og alltaf og á fimmtudaginn er spurningakeppnin Drekktu Betur þar á dagskrá. Feels like home.

Adios, amigos, eða hvernig sem maður segir það á pólsku, grænlensku eða tælensku!