11 febrúar 2005

Midnight Express

Nú er ég orðinn verulega áhyggjufullur. Anna Páski vinur minn fór til Istanbúl fyrir löngu löngu síðan og átti að koma heim á mánudaginn var. En hún er barasta horfin. Heyrist ekki múkk frá henni og sést hvorki tangur né tetur. (Hvað eru annars tangur og tetur?) Nú er ég orðinn sannfærður um að Páski dúsir einhversstaðar í tyrknesku fangelsi út af einhverju bulli. Múslimarnir hafa kannski fundið sæðisdrepandi í töskunni hennar, ég veit það ekki. Er komin Evra í Tyrklandi? Þá gæti maður millifært pening til að beila hana út. Annars verður maður bara að safna liði og fara þarna út og breika hana út úr fangelsi. Það gæti reyndar verið gegt stuð. Riz vinur minn talar hrafl í Tyrknesku og kann óteljandi fantabrögð, tek hann með. Chris kann að dýrka upp lása, það gæti komið sér vel. Hjölli kallinn væri nothæfur, en ég veit ekki hvort hann er a) dauður, b) á Hrauninu, c) á Vogi eða d) á Fáskrúðsfirði. Haffi kjötkall er líka fílsterkur, gæti örugglega beyglað rimla með berum höndum. Og svo væri hægt að hafa nokkra sameiginlega vini okkar Páska með líka. Eins og Georg, Ingi Björn, Tóti, Palli, Palli, Palli, Palli og Palli. Ekki að þeir kæmu að nokkru gagni, nema sem klappstýrur. Jú kannski til að draga athygli fangavarðanna frá okkur meðan við brjótumst inn.

Ætli maður fái almennilegan Pina Colada í Tyrklandi?

1 ummæli:

Anna sagði...

Ég er komin frá Istanbul með smá töf þó vegna þess hversu mikið snjóaði í Tyrklandi og þurfti þar af leiðandi að loka flugvellinum ;o)

Tóti mótmælir harðlega ummælum um sig á þessari síðu og vill meina það að hann sé nú mjög sterkur og geti gert miklu meira gagn en klappstýrurnar ...